top of page
MSGRSkr.jpg

Umhverfismál í MS

MS tekur þátt í tveimur verkefnum sem tengjast umhverfismálum

Græn skref í ríkisrekstri: MS var fyrstur allra framhaldsskóla hér á landi til að ljúka fimmta skrefinu í grænum skrefum í ríkisrekstri. Skólinn hefur því lokið mikilvægum áfanga í átt að því að bæta umhverfismálin innan skólans.

Nánar má lesa um Græn skref í ríkisrekstri hér. 

Skólar á grænni grein: Fyrir um ári síðan skráði MS sig í verkefnið Skólar á grænni grein (grænfánaverkefnið) sem Landvernd rekur hér á landi. Mikil áhersla er lögð á virkni nemenda í verkefninu og hefur MS stofnað umhverfisnefnd nemenda. Í verkahring nefndarinnar er m.a. að meta stöðu umhverfis- og sjálfbærnimála innan skólans, setja skólanum markmið og fylgja þeim eftir og upplýsa skólasamfélagið um það sem gert er. Takist vel til fær skólinn að flagga grænfánaum sem er alþjóðleg viðurkenning um góðan árangur í átt að sjálfbærni.

Nánar má lesa um Skóla á grænni grein hér. 

Nánar um stefnu MS í umhverfis- og loftslagsmálum

Umhverfismál í MS: About Us
bottom of page