Að gefa hlutum nýtt líf
- katrin729
- May 5, 2021
- 2 min read
Hrund Ásbjörnsdóttir
Að endurnýta hluti getur reynst sumu fólki erfitt þar sem þau vilja bara eiga það besta og nýjasta. En raunin er sú að það er alls ekki flókið að endurnýta gamla hluti. Með því að endurnýta hlutina erum við að minnka kolefnissporið og fer það betur með heiminn í staðinn fyrir að vera alltaf að kaupa nýja hluti og henda þeim gömlu. Frekar á að gefa gömlu hlutunum nýtt líf og eiga þá aðeins lengur.
Heima hjá mér er gamlir hlutir nýttir og gert þá eins og nýja með því að mála þá, pússa og allt svoleiðis sem lífgar upp á gamla hlutinn. Einnig ef það er eitthvað bilað tæki heima er pabbi mjög tilbúinn í það að reyna að minnsta kosti að laga það áður en því er hent. Í flestum tilvikum nær hann að laga viðkomandi hlut og þar með erum við að spara bæði peninga og erum að fara betur með jörðina. Mér finnst að allir ættu að reyna að minnsta kosti laga hlutina fyrst eða fá einhvern í það. Mér finnst ég heyra það of oft að fólk er að gefa gamla hluti og fá sér nýja því að gamli hluturinn hefur bilað eða er ekki lengur nógu flottur.
Þegar fólk kaupir sér húnsæði sem er komið til ára sinna þarf oft að gera breytingar eða lagfæringar og í flestum tilvikum er hægt að nýta það sem var í húsinu fyrir. Ef um eldhús er að ræða og það er komið til ára sinna er hægt að pússa það upp og mála eða láta filmur á eldhússkápana og þar með fær eldhúsið nýtt líf án þess að eyða miklum pening. Þegar fólki er gefin sú hugmynd að mála gamla eldhúsið segir sumt fólk að það kosti mikinn pening en það sem fólk veit ekki að það er að borga um ¼ af því sem það kostar að gera alveg nýtt eldhús.
Mér finnst að allir ættu að allir ættu að skoða það að endurnýja gamla hluti og minnka þar með kolefnisspor sitt og gefa nýjum hlutum nýtt líf á ekki mikinn pening. Svo gleymir fólk því líka að það kostar einnig peninga að fara með gamla dótið í Sorpu, því það fer eftir því hverskonar dót þetta er hversu mikinn pening það kosti í Sorpu að henda þessu.
Þannig að mín skoðun er sú að við eigum að gera við gamalt dót fyrir lítinn pening og bjarga jörðinni.
Σχόλια