Fólk sem mat hendir - á fátæka í raun bendir
- katrin729
- May 6, 2022
- 3 min read
Höfundur: Sigríður Björg Þorsteinsdóttir (2022).
Í þessari viku er umhverfisvika í MS. Þá er lögð áhersla á umhverfismál í heiminum og fræðslu á þeim vandamálum sem herja á jörðina okkar.
Vandamálið sem mér datt fyrst í hug er matarsóun, sóunarmenning í samfélaginu og hungur í heiminum. Mér finnst sorgleg tilhugsun að annarsstaðar í heiminum fær fólk ekki mat daglega og býr við hungursneyð. A meðan ykir mörgum á vestur löndunum sjálfsagt að henda mat og að er ekki hugsað tvisvar um það. Þetta þarf að breytast.
Matarsóun er mikið vandamál í samfélaginu okkar í dag, „Öll erum við hluti af keðju sem spillir rúmlega þriðjungi allra matvæla.“ (Ásta Sigríður Fjeldsted. 2021). Vandamálið í samfélaginu í dag er að það er verið að kaupa of mikið af fæðu inn á heimilin, það er ekki allt klárað og varan endar í ruslinu. Þetta er svona hjá okkur á Íslandi en víða annarsstaðar á fólk ekki nóg fyrir mat og þarf að hafa miklu meira fyrir því að afla sér matar.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna eru 17. Þetta eru markmið sem stuðla að því að gera heiminn að betri stað fyrir alla. Markmið 2 ( ekkert hungur) miðlar að því að „Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði“ (Heimsmarkmiðin, 2022). Þetta markmið er afar mikilvægt í heiminum í dag því það er mikið ójafnvægi á milli sóunarmenningarog hungurs. Fátækir eiga ekki efni á mat á meðan fólk sem hefur efni á mat hendir honum og ber litla sem enga virðingu fyrir verðmætum á þennan hátt.
Þó að það sé mikil sóun er hægt að minnka hana ef að allir hjálpast að.
Dæmi um leiðir til þess að minnka sóun er að nýta mat til fulls sem til er heima og að sem minnst renni út því þá þarf að henda matnum. Það er einnig góð lausn að geyma afgangs kvöldmat til að nýta í aðrar máltíðir og minnka þannig sóun. Ég hef einnig tekið eftir því að það er mjög algengt að fólk kaupi of mikið í búðum og það kaupir óþarfa vörur sem enda á því að renna út aftast í ísskápnum. Fólk fer einnig hungrað í búð og kaupir vörur sem ekki er þörf á. Þá kaupir það meira en þarf vegna þess að það er hungrað og vill því meira að borða. Þannig að það eyðir bæði mat og pening. Þetta er hægt að laga með því að fara ekki svangur út íbúð og vera búin a útbúa innkaupalista og halda sig við hann. Þegar ég fer út í búð til þess að kaupa inn á heimilið er ég alltaf með lista yfir matvælin sem ég á að kaua og stend við hann.
Matarsóun er mjög ríkjandi í samfélaginu okkar í dag og það er ekki verið að gera nógu mikið til að draga úr henni að mér finnst. Fólki er almennt sama og gerir það sem því sýnist án þess að hugsa út í afleiðingarnar. Heimsmarkmiðin stuðla meðal annars að því að minnka hungur og sóun matvæla ásamt með því að fræða og leiðbeina fólki hvernig hægt sé að gera betur.
Niðurstaðan er sú að það er frekar auðvelt að minnka sóun matar með því til dæmis að: kaupa einungis nauðsynjar, nýta matinn og geyma afgangs kvöldmáltíðir til þess að borða seinna.
Heimildaskrá:
Ásta Sigríður Fjeldsted. 2021. Fréttablaðið. Þreyttir að utan – dísætir að innan. Sótt þann 25. apríl 2022 af:
Heimsmarkmiðin. 2. Ekkert hungur. Sótt þann 25. apríl 2022 af:
Comments