top of page
Search

Lesist síðar

  • katrin729
  • May 6, 2022
  • 2 min read

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022).


Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér stöðunni í umhverfismálum eins og hún er í dag. Eins og ég upplifi stöðuna þá erum við komin með öll þau verkfæri sem við þurfum til þess að fara eftir því sem vísindamenn eru búnir að vera að segja okkur að gera í mörg ár en við komum okkur bara ekki af stað í að byrja. Alltaf er verið að gefa okkur tímasetningar á því hvenær við getum ekki lengur snúið atburðarrásinni við en okkur virðist að mestu standa á sama. Ég rakst á pistil áðan eftir Guðmund Steingrímsson sem heitir Of seint? (Fréttablaðið. 2022, 22. apríl) og gerir vel grein fyrir þessu.

Guðmundur talar um það að loftslagsmálin séu eins og draslið í geymslunni sem við einfaldlega nennum ekki að fara í því við vitum hvað þetta verður mikil vinna. Við horfum bara á drasl-hrúguna stækka og stækka. Það hræðir okkur vegna þess að við vitum að bæði er þetta okkur að kenna en líka að við þurfum að leggja miklu meiri vinnu í að laga hana heldur en við nokkurn tímann eyddum í að búa hana til.

Það væri hægt að segja að viðvaranirnar sem vísindamenn gefa okkur varðandi loftslagsbreytingar séu eins og viðvaranirnar sem síminn gefur okkur þegar hann er að verða batteríslaus og þarf að fara í hleðslu. Við frestum því oft að hlaða hann þar til alveg á síðustu stundu eða þar til hann deyr alveg. Við vitum að hann er að deyja, við vitum að það fer illa með batteríið að láta hann alltaf deyja áður en við hlöðum hann en samt gerum við það aftur og aftur. Jörðinni getum við hins vegar ekki bjargað þegar hún verður batteríslaus. Þess vegna þurfum við að fara í aðgerðir núna, við þurfum að setja hana í hleðslu núna, taka til í geymslunni núna. Þegar hún verður batteríslaus getum við aldrei hlaðið hana aftur.

Við mannkynið erum eins og skólakrakki sem frestar ritgerð með því að nýta tímann sinn í allt annað sem honum mögulega dettur í hug. Jafnvel í verk sem eru neðst í forgangsröðinni, flest okkar hafa gert þetta oftar en við viljum viðurkenna. En þessu verkefni er hins vegar ekki hægt að fresta, það er í forgangi og við þurfum að vinna það núna. Við erum ekki með neinar afsakanir, hundurinn borðaði ekki rökhugsun okkar og við gleymdum ekki samkenndinni fyrir öðrum lífverum heima. Núna þurfum við einfaldlega bara að yfirbuga þessa frestunaráráttu saman. Við þurfum að byrja núna, áður en það verður of seint. Við skulum byrja á morgun.

 
 
 

Recent Posts

See All
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 
Jarðarbúar í hættu

Embla Sól Brynjarsdóttir Dungal (2022). Eins og flest ykkar vita erum við stödd í hættuástandi varðandi umhverfið okkar. Jörðin okkar er...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page