Er keypt of mikið inn á heimilin?
- katrin729
- May 6, 2022
- 2 min read
Anastasía Þórðardóttir (2022).
Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um matarsóun. Matarsóun er algengt fyrirbæri sem að við öll erum þátttakendur af. Sóunin felst í því að við kaupum meiri mat en við þurfum inn á heimilin, hendum miklum mat í ruslið eða geymum matinn ekki rétt. Hver kannast ekki við það að koma inn í matvælabúðir og allt lítur svo vel út að þig langar í allt. Þú kemur að kassanum og ferð að borga, kemur svo heim og áttar þig á því að þú keyptir alltof mikinn mat og fer líklegast slatti í ruslið þ.e.s. rennur út því hann er ekki borðaður. Mér finnst matarsóun vera hræðilegt fyrirbæri sem að ætti ekki að vera til.
Hvað veldur því að of mikið er keypt inn? Við eigum það til að kaupa allt og mikið inn. Til þess að minnka það er hægt að skipuleggja sig, búa til innkaupalista, plana kvöldmat fyrir vikuna og skrifa hvað þarf í hann og fara frekar oftar í búðina og kaupa minna heldur en of mikið því þá er maturinn líklegri til þess að renna út. Jú það er kannski erfitt að venja sig af ósiðum; við vesturlandabúar erum mjög dugleg í því að henda mat. Það er annað en Afríkulöndin þar sem er skortur á mat. Það er minnst hent þar sem ekki er nægur matur til.
Hvers vegna þarf að henda mat á haugana? Afgangarnir sem að verða eftir enda í ruslinu sama hvar það er, hvort það sé Bónus eða heima hjá manni. Þetta endar allt á sama stað sem þarf þarf svo að molna niður og eyða tíma í að eyða. Það er ömurlegt að það þurfi að gera því það er búið að eyða pening, tíma og mannskap í að framleiða hann og svo það sama í að farga honum.
Mengar loftið umhverfið? Eins og Ásta fjallar um í greininni sinni þá er sóun bæði slæm fjárhagslega og unhverfislega. Við umframframleiðslu af matvælum myndar það metan sem er 25x sterkari gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð. Það að frameiða mat mengar og að henda honum mengar líka þannig ef að það væri framleitt nákvæmlega sá matur sem að fólk kaupir en ekki umfram þá þarf ekki að menga að óþörfu.
Eins og er sýnt hér er mjög mikilvægt að minnka matarsóun. Ég er sammála Ástu um að það að minnka matarsóun er „gott fyrir veskið – enn betra fyrir umhverfið“. Fólkið þarf að hætta að kaupa of mikið og passa upp á afangana sína. Mjög mikil mengun myndast af þessu öllu sem að ég vissi ekki af og er ég tilbúin í að byrja hugsa um mína matarsóun.
Ásta Sigríður Fjeldsted. (2021). Þreyttir að utan, dísætir að innan. Fréttablaðið. https://www.frettabladid.is/skodun/threyttir-ad-utan-disaetir-ad-innan/
Comentários