top of page
Search

Hvernig á að hætta þessu hraðtískubrasi

  • katrin729
  • Apr 30, 2021
  • 2 min read

Updated: May 7, 2021

Margrét Þ. E. Einarsdóttir


Hraðtíska er orðin vel kunnug yfir allan heim. Hraðtíska eru ódýrar fata-, tösku- og skóvörur sem eru framleiddar á miklum hraða af fyrirtækjum til að bregðast við nýjum “trendum”. Tískuiðnaðurinn er ábyrgur fyrir 10% af losun CO2 í andrúmsloftið. Dæmi um fatabúðir sem selja hraðtísku er HM, ZARA og Topshop.

Ég keypti áður fyrr vörur hjá m.a. HM og var ekki glöð með gæði þeirra vara sem ég verslaði þar. Þá ákvað ég að nýta frekar pening minn í gæðavörur hjá öðrum fataverslunum sem kostuðu meira en entust mér frekar í lengri tíma. Ég keypti einu sinni mjög flottan bol frá HM þegar verslunin var nýkomin til landsins og þrátt fyrir að hann hafi verið notaður aðeins einu sinni þá raknaði upp einn saumur á hliðinni. Bolurinn var mín stærð og passaði mér vel en augljóst var að bolurinn hafði ekki verið vandaður.

Ungt fólk finnur sig sem einskonar fórnarlömb hraðtískunnar og enda á því að kaupa ódýrar vörur í gegnum netið eða í eigin persónu, sem skortir almenn gæði. Það gerist líka oft að vörur í auglýsingum líta betur út en raun ber vitni. Hraðtíska getur valdið meiri umhverfismengun en önnur tíska þar sem fólk notar fötin stutt.

Þegar fötin eru komin úr tísku enda þau í söfnunargámum eða í ruslinu. Úr söfnunargámum endurnýtast fötin til sölu í m.a. Rauða krossinum og Spútnik. Endurnýting fatnaðar getur reynst mörgum vel þar sem ekki allir hafa efni á nýjum vörum. Gæði fatanna eru venjulega það léleg að notkun þeirra er stutt og það má segja að þrátt fyrir ódýru verðin hjá búðunum þá er þetta mikil peningasóun þar sem hægt er að nota flík takmarkað mikið. Fatnaðurinn er venjulega saumaður á einfaldan hátt og saumurinn getur raknað auðveldlega. Rennilásar geta einnig skemmst auðveldlega stuttu eftir kaup.

Hraðtíska gerir mörgum kleyft að kaupa tísku líðandi stundar á góðu verði sem gerir það kleift að þeir sem hafa ekki efni á gæða vörum geta fylgt tískustraumum meir en ella. Fataverslanir hafa alltaf takmarkað magn af fylgihlutum sem einnig er hægt að kaupa á ódýru verði. Skór, töskur og skartgripir geta auðveldlega skemmst og slitnað en líta samt sem áður ágætlega út í verslun. Þrátt fyrir galla hraðtískunnar þá gerir hún mörgum þeim kleift að fylgja tískunni þrátt fyrir að hafa ekki efni á því, en samt sem áður er þetta skaðlegt fyrir plánetuna okkur.Þrátt fyrir að mörg föt eru endurnýjanleg þá eru sum sem enda í ruslinu og halda sér þar. Til að koma í veg fyrir hraðtísku er gott að vanda vel valið á fatnaði og aukahlutum þegar verið er að versla eða kaupa hjá vönduðum fatamerkjum. Einnig er hægt að versla sér notuð en góð föt hjá búðum eins og Rauða krossinum á sanngjörnu verði. Gott er að hafa í huga næst þegar þú verslar að þrátt fyrir að þetta sé ,,bara” ein vara þá getur hún haft mikil áhrif á jörðina okkar.



 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page