top of page
Search

Covid-19 vs loftlagsbreytingar

  • katrin729
  • May 5, 2021
  • 2 min read

Jana Sól Valdimarsdóttir

Aðgerðir eftir að Covid-19 veiran byrjaði að breiðast út um heimsbyggðirnar hafa verið miklar og strangar. Allir foringjar og valdamenn heimsins sem hafa neyðst til þess að taka þátt. Þeir hafa séð til þess að reglunum sé fylgt eftir til þess að minnka smit, veikindi og í sumum tilfellum dauða. Við höfum séð hvað við mennirnir getum staðið saman og lagað hlutina, líkt og við gerum núna í daglegu lífi í þessum faraldri. Þegar valdafólk heimsins kemur saman og setur reglur þá getum við þetta í sameiningu og erum við alveg búin að sanna það. Hvað er þá vandamálið við að hjálpast á að og laga loftlagsmálin?

Loftslagsvandamál eru búin að vera vandamál í þó nokkurn góðan tíma núna á plánetu okkar. Bæði eru Covid19 og hlýnun jarðar stór vandamál sem heimurinn þarf að kljást við. Þótt Covid gerðist hratt og þurfti að taka afstöðu strax þá eru við búin að vita af loftlagsmálunum lengi og ekki er búið að gera nóg til þess að reyna bæta ástandið. Valdamenn og aðrir íbúar verða að átta sig á ástandinu og hvaða áhrif hlýnunin mun hafa á komandi kynslóðir.


Athyglin sem Covid-19 er búin að fá er gríðarlega mikil og skiljanlega, við erum stödd í heimsfaraldri. Loftslagsbreytingar eiga að fá sömu athygli því ef við höldum svona áfram er ekki langt í það að við eyðileggjum jörðina og getum ekki lifað lengur á henni. Mætti því segja að fyrir Covid-19 værum við í stanslausum heimsfaraldri og munum vera einnig eftir Covid vegna þess ef við höldum svona áfram verður ekkert líf á jörðinni.

Hvað getum við gert? Það sem íbúar pláneturnar okkar geta gert er að tala um vandamálið, kynna sér það og gera allt sem þau geta til þess að laga vandamálið. Hægt er að finna fullt um loftlagsmál á netinu einnig í bókum og blöðum. Fréttamenn mega bæta sig í því að upplýsa okkur um hvernig staðan er í þessum málum nákvæmlega eins og þeir gera með Covid 19. Mikilvægt er að í daglegu lífi okkar gerum við einföldu hlutina sem hægt er að gera. Þessir hlutir eru t.d. að flokka rusl, endurnýja hluti, ekki henda öllu, kaupa umhverfisvænar umbúðir, versla föt sem eru gerð úr umhverfisvænum efnum, ekki sóa mat, skrúfa fyrir vatnið og fleira. Hjálpumst á að ýta á eftir valdamönnum og fræða fólk um vandamálið. Við verðum að laga vandamálið áður en það verður of seint.


 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page