Ekki vera svona sjálfselsk – Hamfarahlýnun
- katrin729
- May 6, 2021
- 2 min read
Ég lá úti í sólbaði á miðvikudaginn og var það yndislegt að fá smá sól, en gat í rauninni ekki notið þess, þar sem að hugsunin um það að möguleg ástæða fyrir þessu góða veðri séum við að eyðileggja jörðina.
Hamfarahlýnun hefur aukist gríðarlega seinustu áratugi og hefur lítið sem ekkert verið gert við því. Líkt og margir eru hræddir við Covid 19 þá eru sumur hræddir við hamfarahlýnun, en í rauninni allt of fáir. Allt of margir halda að þetta gerist hægt og rólega en það er ekki raunin. Ef að hamfarhlýnun væri sjúkdómur væru allir að reyna að finna lyf gegn honum en af hverju eru ekki allir að reyna að koma í veg fyrir hamfarahlýnun?
Það eru fullt af fólki sem hugsar um þetta daglega og er stöðugt að reyna að bjarga jörðinni en svo eru það hinir sem gera ekkert. Þessir hinir eru allt of stór hópur og yfirgnæfir hann minnihlutahópinn. Stóru fyrirtækin eru hægt og rólega að breyta fari sínu en það er of hægt, þetta eru svo hröð vandamál að það má ekki gerast hægt og rólega. Jöklarnir okkar eru að minnka og hverfa, hvað ætlum við að gera þegar þeir eru farnir? Hugsið ykkur ef við þyrftum að vera með grímur út af menguninni, okkur finnst þetta nógu óþægilegt núna á tímum Covid. Það þýðir ekki að ætla byrja seinna heldur þarf að byrja strax.
Það þarf að hugsa um hamfarhlýnun eins og heimsfaraldur, standa öll saman og gera alvöru breytingar til að hægja á hlýnuninni. Við þurfum öll að gera okkar af mörkum til að bjarga okkar fallegu jörð. Hættum að vera svona sjálfselsk hugsum um hina sem koma á eftir okkur, hugsum um fallegu dýrin og gróðurinn. Af hverju ekki að standa öll saman og leyfa afkomendum okkar að lifa eins góðu og jafnvel betra lífi þar sem að jörðin er heilbrigð.
Sigrún Arna Þorvarðardóttir
Comments