Endalaust í eldhúsinu
- katrin729
- May 7, 2021
- 2 min read
Heimir Jón Eneson Cogic
Eins og hjá mörgum öðrum er stór fjölskylda á mínu heimili og hefur það sína jákvæðu hlið en að auki þess líka neikvæða hlið. Eftir að amma var send á elliheimili breyttist allt og við þurftum að finna taktinn á ný. Amma hafði búið hjá okkur í 4 ár eftir að hann afi dó og var það erfitt að missa hana af heimilinu.
Það leit út fyrir það að í þessu húsi yrði ekki allt eins og það var áður fyrr, engin amma, eldhúsið tómt og myglaður matur. Amma var vön að elda á heimilinu og er hún sá allra besti kokkur sem ég hef séð. Mamma og pabbi hafa aldrei verið góðir kokkar og er sveigjanleiki þeirra á matarréttum ekki mikill, helstu réttir þeirra innihalda kjúkling, pasta eða einhverskonar ruslfæði. Eftir að amma var send á elliheimili hefur fæði í ísskápnum töluvert endað í ruslinu, ávextir myglaðir og útrunnið kjöt. Um það bil $218 billion virði af mat á hverju ári er fleygt í Bandaríkjunum og það lætur mann bara hugsa hvað get ég gert?
Að kaupa nákvæmlega rétt magn af mat er sjaldgæft og lenda töluvert margir í því að ,,ofkaupa'' og er fjölskyldan mín ein af þessum mörgu. Amma var mjög dugleg að elda og nýta allan mat og gat hún eldað mat úr engu. Hins vegar nú til dags eru fáir þannig og þá kaupir fólk hráefni sem það mun sem sagt ekki nýta í mat og að lokum er matnum fleygt, það ferli kallast ,,Matarsóun''. Í COVID-19 faraldrinum var mikið um þetta svokallaða ofkaup vegna þess að fólk ,,panikaði'' og hélt að allt myndi klárast en á endanum myglaði og skemmdist maturinn.
Matarsóun er eitt af stærstu vandamálum heims nú til dags og er um það bil hent $218 billion virði af mat á hverju ári í Bandaríkjunum. Hins vegar var mikið um matarsóun í COVID-19 vegna þess að fólk fór á taugum og keypti meiri mat en það þurfti og að lokum var þeim mat svo fleygt. Fólk verður að átta sig á þessu vandamáli sem fyrst og verður að þetta vandamál. Og besta leiðin til þess að koma í veg fyrir matarsóun er sú að maður á að nýta allan þann mat sem keyptur er og kaupa hóflegt magn fyrir aðilana á heimilinu,
Comments