Eru nagladekk jafn saklaus og haldið er?
- katrin729
- May 5, 2021
- 3 min read
Andrea Sif Gunnarsdóttir
Við búum á Íslandi og eins og við öll vitum þá á ofsaveður það oft til að leggjast yfir fallega landið okkar. Það stoppar Íslendinga þó ekki. Við keyrum öll eins og við gerum vanalega en sumir þurfa þó þá hugarró að vera með nagla í dekkjum sínum. Margir eru verulega ósammála þessari skoðun þar sem mjög góð vetrardekk eru jafn góð, þó skiptar skoðanir eru a því, til dæmis Gauti Kristmannsson sem skrifar greinina Nagladekkjaóværan (Kjarninn, 15. apríl 2021) en hann er verulega á móti nagladekkjum. Hvað gera nagladekk og af hverju ætti fólk að vera á móti þeim?
Nagladekk eru með tugi nagla í sér allan hring hjólsins. Það segir sig smá sjálft að nagladekk eiga það til að eyða mun meira af malbikinu heldur en hin venjulegu eða þar er segja tuttugufalt meira, og með því losa þau mikið svifryk frá sér sem töluverður fjöldi fólks hefur áhyggjur af þar sem svifryk er nær ósýnilegt en það kemst á ótrúlegustu staði. Gauti Kristmannsson nefnir að þegar hann er með hundinn sinn í göngutúr nú þegar covid19 og grímu notkunin ríkir að honum fyndist hann einnig mun öruggari að vera með grímu í göngutúrum sínum. Rökin fyrir því eru þau að þetta svokallaða svifryk er hættulegt, flýtur í loftinu, við öndum því að okkur og einnig hefur það farið lengra og fundist í blóði manneskju.
Á Akureyri er oftast mun harðara veðurfar heldur en hér í Reykjavík, svo það er í raun óskrifuð regla í þeirra samfélagi að keyra um á nagladekkjum. Það mætti nefna að það eru lög á Íslandi að nagladekk mega aðeins vera í notkun frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert. Er það tímabil er runnið út þá má lögreglan sekta það fólk sem hlýðir ekki, svo hver er í raun nauðsynin á þeim ef þurft var að gera lög um þau. Þar sem nagladekk er orðið mikið vandamál á Akureyri þar sem svifryksmengun er met há, og getur það haft allskyns í för með sér. Þar sem ég þekki til margra á Akureyri og ég hef aldrei heyrt talað um þetta mál, aðeins hvað það er geggjað að vera á nagladekkjum þá hef ég smá áhyggjur hvort þau virkilega viti hvað þessi mikla notkun nagladekkja gæti haft í för með sér.
Ég fer oft til Akureyrar en nýlega fékk ég bíl og kom hann á nagladekkjum. Þar sem ég fékk hann yfir vetur ákváðum við að bíða til sumars og skipta fyrir næsta vetrartímabil. Ég man hvað það voru mun meiri læti í bílnum og að hann eyddi miklu meira bensíni en mér fannst ég þó vera örugg þar sem allir sögðu að blessuðu nagladekkin væru þau bestu. Nú í vetur þá seldum við naglana og keyptum góð vetrardekk, ég var smá óörugg fyrst að hafa misst naglana en það stoppar mig ekki að fara til Akureyrar. Eitt kvöldið á Akureyri var ég að keyra aðeins undir löglegum hraða þar sem það var mjög hált en án minnar stjórnar snýst bíllinn og endar það óhapp á tveimur öðrum bílum úti í kanti. Ég hugsa oft til þess hvað ég var ekki að gera neitt rangt en samt missti bílinn grip sitt, sem gerðist aldrei þegar ég var í sama veðurfari á Akureyri á nagladekkjum aðeins veturinn fyrir.
Þetta gætu hafa verið óvanalegar aðstæður en með minni vitund var það ekki. Það er erfitt fyrir mig að greina hvort þetta hafi verið dekkin eða ekki, en ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá hallast ég að því. Ég styð ekki nagladekk en það sem mér finnst mikilvægast er öryggi, og ef nagladekkin veita það þá á ég erfitt með að mynda mér fullkomna skoðun á þessu máli.
Comments