top of page
Search

Ferðalag matarins

  • katrin729
  • May 5, 2021
  • 2 min read

Emilía Ósk Guðmundsdóttir


Matarsóun er mikið vandamál í heiminum í dag. Rúmlega 1/3 af öllum mat endar í ruslinu, ástæður fyrir því eru fjölmargar. Stundum eru það magnstærðir á matarpakkningum í verslunum sem valda því að á einhverjum heimilum er mat hent, en matarpakkningarnar eru oft of stórar fyrir suma einstaklinga og fjölskyldur, eins og Margrét Kristmannsdóttir segir í fréttablaðinu. 1.3 milljarður tonna er sóað í heiminum árlega og 3.5 milljónum tonna mat er sóað á Norðurlöndunum. Af þeim mat sem er sóað er sagt að hann gæti brauðfætt milljónir manna og þá sömuleiðis minnkað hungursneyð í heiminum. Framleiðsla á mat hefur einnig slæm áhrif á umhverfið og er engin tilgangur að framleiða mat sem er síðan settur í ruslið og þá þarf einnig að urða matinn. Matarsóun er líka sóun á fjármunum. Fjölskylda kaupir í matinn og oftar en ekki er keypt of mikið af mat. Maturinn síðan annað hvort skemmist, ekki borðaður eða það er eldað of mikið.

Afleiðingar matarsóunar er að þegar við erum að henda þessum 1/3 af mat erum við ekki bara að henda matnum við erum líka að henda landsvæðinu sem maturinn var ræktaður á, við erum að eyða vatninu sem fór í að vökva grænmetið og ávextina, við erum að eyða dýrunum sem voru drepinn til þess að við gætum fengið að borða og einnig erum við að eyða tíma fólks sem þau eyddu til þess að búa til matinn.

Hvað er gert við mat áður en hann kemst í búðir? Matur er oft unninn mjög mikið áður en hann kemst í búðir eða til neytenda t.d. eru hrísgrjón, salt og sykur hreinsuð, dýr eru drepin og korn er malað. Vinnslan við að vinna mat kostar mikinn pening og mikla orku, t.d. raforku og jarðefnaeldsneyti. Það er bætt mikið af efnum í matinn og þá þarf líka að framleiða umbúðir fyrir matvöruna. Þá hefst losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur slæm áhrif á umhverfið eins og jarðvegsmengun, vatnsmengun og úrgangsmyndun. Þegar varan er fullunnin á eftir að flytja hana í búðir og er það gert með bíl, skipum eða flugvélum sem veldur þá enn meiri mengun í umhverfinu. Og þá sérstaklega á Íslandi þar sem við þurfum að flytja mikinn mat inn með flugvélum eða skipum og geta vörurnar skemmst við ferðalagið.

Hvað er hægt að gera? Það sem þarf fyrst og fremst að gera til þess að minnka matarsóun er að skipuleggja matarinnkaupin vel og nýta það sem er til nú þegar. Einnig gætu framleiðslufyrirtæki haft mismunandi skammta af mat þar sem það eru margir sem búa einir eða tveir saman í íbúð og þá eru sumir skammtar of stórir. Einnig er hægt að frysta mat til þess að hann endist lengur eins og t.d. brauð og kjötvörur. Ef þú sérð ekki fram á að geta borðað matinn er hægt að gefa hann til góðgerðamála. Það er ekki hægt að hætta framleiðslu á mat en það er hægt að gera það á sjálfbærni hátt m.a. með því að vinna matinn ekki of mikið til þess að passa losun gróðurhúsalofttegundina, reyna flytja matinn með umhverfisvænni hætti eins og rafbílum og farartækjum sem nota ekki bensín, og síðan við sem einstaklingar getum skipulagt okkur og reyna passa skammtastærðir og nýta sem mestan mat

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Yorumlar


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page