Auðveld og skemmtileg ráð í átt að umhverfisvænni lífsstíl
- katrin729
- Apr 30, 2021
- 2 min read
Updated: May 7, 2021
Sara Karen Svavarsdóttir
Það eru líklegast flest okkar sammála um það að við mannkynið þurfum að hugsa mun betur um jörði na okkar en við höfum gert á síðustu árum. Umhverfisvænni lífstíll er lífstíll sem mun fleiri þyrftu að tileinka sér. Fólk þarf virkilega að fara að herða sig því heimurinn hefur farið versnandi umhverfislega séð síðustu áratugi og mun ástandið einungis versna með sama áframhaldi. Það er hægt að breyta ýmsum auðveldum hlutum hjá manni sjálfum og koma hér nokkur einföld og góð ráð sem hægt er að nýta sér í átt að umhverfisvænni lífsstíl.
Matarsóun er eitt af algengustu hlutunum sem fólk á það til að vera sek um. Til þess að minnka matarsóun á þínu heimili er mjög sniðugt að reyna að nýta allan mat sem til er á heimilinu og einnig vera með fjörugt ímyndunarafl til þess að elda úr því sem er til á heimilinu í staðinn fyrir að það endi á því að renna út og á endanum verði hent í ruslið. Einnig er mjög sniðugt að geyma afgangana af kvöldmatnum og borða þá síðan í hádegismat daginn eftir og þannig nýta matinn til fulls og minnka matarsóun í leiðinni. Á mínu heimili eru flest allir matarafgangar nýttir og við reynum að henda mat sem allra minnst.
Næsta ráð sem hægt er að nýta sér í átt að umhverfisvænni lífsstíl er að reyna að venja sig á að taka alltaf fjölnotapoka með sér í búðina í staðinn fyrir að kaupa plastpoka í hvert skipti. Persónulega finnst mér mun betra að nota fjölnotapoka heldur en plastpoka og eru margar ástæður fyrir því, til dæmis eru stærri og þar að leiðandi kemst meira í þá, það er mun þægilegra að halda á þeim og eru þeir mjög góður umhverfisvænn kostur þar sem plastpokar eru alls ekki góðir fyrir umhverfið.
Ísland er rosalega mikil bílaþjóð og fara lang flestir á bílnum sínum hvert sem þeir fara og þarf fólk að bæta sig í því nota einkabílinn minna. Það er í mörgum tilfellum hægt að labba eða hjóla því það er mun umhverfisvænna ásamt því að hreyfing gerir engum slæmt. Einnig er hægt að nota samgöngur eins og til dæmis strætó í stað einkabílsins þar sem bílinn mengar svakalega mikið og gerir þar að leiðandi andrúmsloftið mjög mengað.
Niðurstaðan úr þessu efni er að langflestir þurfa að herða sig þegar kemur að því að vera umhverfisvænni í daglegu lífi. Það sem hægt er að gera er til dæmis að nýta matinn heima til fulls og útbúa mat úr því sem er til í eldhúsinu hverju sinni. Það næsta er að reyna að venja sig á það að taka fjölnotapoka með sér í búðina frekar en að kaupa plastpoka í hvert skipti. Að lokum að minnka notkun einkabílsins og hjóla eða labba í þeim tilfellum sem það á við, ef ferðinni er heitið langt þá er strætó mun umhverfisvænni valkostur en bílinn sem mengar mjög mikið. Ef allir myndu fara eftir þessum ráðum í átt að umhverfisvænni lífsstíl myndi heimurinn fara einungis á uppleið á komandi árum.
Comments