top of page
Search

Fyllum skurði og færum land til fyrra horfs

  • katrin729
  • May 6, 2021
  • 2 min read

Margrét Mirra D. Þórhallsdóttir


Votlendi er landsvæði sem að er annaðhvort árstíðabundið eða alltaf vatnsbundið og verður af vistkerfi. Votlendi geyma mikið af kolefnum sem að losna við niðurbrota jurtaleyfa. Um 4200 ferkílómetrar af votlendi eru framræstir en af þeim eru aðeins 520 ferkílómetrar í notkun. Losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstu landi eru veruleg og einnig veldur framræst land að minni líffræðilegum fjölbreytileika og eiginleika lands til þess að miðla næringarefnum og vatni. Votlendi er afar mikilvægt og hefur mikið gengið á votlendi síðustu áratugi. Láglendismýrar voru víða frjósamar og vel farnar til ræktunar, þær voru gerðar af túni. Í seinni tíð hefur framræsla aukist og eru einungis 3% af öllu votlendi á Suðurlandi óraskað og 18% á Vesturlandi. Byggð og þéttbýli hefur einnig haft sinn toll á votlendið. Samanlögð lengd allra skurða á íslandi eru 34.000 km sem að eru 25 hringir í kringum landið en í dag eru aðeins innan við 20% af framræstu landi í notkun við ræktunar í landbúnaði.


Votlendi er einnig varpstaður fyrir um 90% varpfugla, farfugla og vetrargesta. Þessar fuglategundir byggja komu sína á votlendi sem að gerir votlendi gríðarlega mikilvægt búsvæði og stular votlendi af líffræðilegum fjölbreytileika. Margvíslegt fuglalíf er besti mælikvarðinn á heilbrigðu vistkerfi.


Að endurheimta votlendi er gríðarlega mikilvægt því að í votum mýrum safnast upp lífræn efni því að í mýrum rotna ekki þessar lífverur vegna skorts af súrefni. Með tímanum þjappast þessi efni saman og mynda mólög, mólög geyma mikið af orku oft í nokkur hundruð eða þúsundir ára. Þegar að skurðir eru gerðir og votlendi framræst hverfur vatnið og þá kemst súrefni að líffræna efninu og þá hefst niðurbrot eða rotnun þessa líffvera og þá fara af stað örverur sem að geta starfað án súrefnis sem að losa síðan metan út í andrúmsloftið. Eftir því sem að landið verður stærra því meira af gróðurhúsalofttegundum losna í andrúmsloftið. 66% af gróðurhúsalofttegundum á íslandi kemur frá framræstu landi eða röskuðu votlendi. Á meðan nýr fólksbíll losar um 2 tonn af koltvísýringi árlega á meðan einn hektari sem að er aðeins stærra en fótboltavöllur af framræstu landi losar um 20 tonn.


Að endurheimta votlendi er áhrifarík einföld og ódýr leið til þess að hafa áhrif og það hefur áhrif um leið. Fyllum skurði og færum land til fyrra horfs.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page