Græðgi mannsins á mat
- katrin729
- May 5, 2021
- 2 min read
Teresa María Era
Matarsóun er risavaxið vandamál í öllum heiminum og þetta hefur orðið að vandamáli vegna of mikillar sóunar og framleiðslu á mat. Framleiðsla og neysla á mat í dag er eitt af mörgum vandamálum sem við íbúar getum og þurfum að takast á við. Þetta risavaxna vandamál á við allan heiminn, en þá er það fyrst sem þarf að gera er að allir þurfa að hugsa sig um, hvað geri ég sem hefur áhrif á matarsóun? Og hverju þarf ég að breyta heima hjá mér til að draga úr matarsóun?
Einn þriðjungur af matnum sem er framleiddur í heiminum endar í ruslinu og losun gróðurhúsalofttegunda verður meira en það á að vera. Við framleiðslu á mat verður mikil losun á gróðurhúsalofttegunum en svo kemur að okkur, við kaupum matinn og hendum svo afgöngunum í ruslið sem losar einnig frá sér gróðurhúsalofttegundum. Afleiðingarnar á matarsóun hafa gríðarleg áhrif á jörðina og þess vegna þarf að vekja athygli um allan heim á þessu vandamáli.
Matvæla – og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna telur að um 3.300.000 Gg af losun koldíoxíðgilda í heiminum sé af völdum matarsóunar. Á löngum tíma hefur þessi losun koldvíoxíðs rosaleg áhrif á loftslagsbreytingar.
Ekki er nóg að vekja athygli á vandamálinu heldur þarf einnig að framkvæma hluti eða breyta daglegum venjum varðandi matarneyslu til þess að draga úr matarsóun. Það er ekki bara neysla á matnum sem þarf að draga úr heldur þarf einni að draga úr framleiðslu, það er svo mikil framleiðsla á mat í allt of stórum skömmtum og jafnvel á afslætti að fólk kaupir þessar stóru pakkningar þegar það þarf ekki endilega á því að halda. Allur afgangur sem verður fer svo beint í ruslið og loks beint út í andrúmsloftið sem gróðurhúsalofttegund. Þetta er ekki bara eitthvað vandamál eins og við glímum við í daglegu lífi, þetta er vandamál sem við höfum skapað bara við það að vera gráðug.
Nú gefst stórt og mikilvægt tækifæri fyrir okkar kynslóðir til þess að gera betur og draga úr matarsóun. Fyrst væri stórt skref að þegar við förum til dæmis út í búð, að hugsa sig vel um áður en maður kaupir þessar stóru umbúðir, hugsa sig til hvort maður þurfi í alvöru svona stóran skammt. Næst er það að þegar við erum farin að kaupa minni pakkningar eða kaupa það sem er bara alveg nóg fyrir okkur, fara fyrirtæki að þurfa að draga úr framleiðslu. Þetta minnkar losun gróðurhúsalofttegunda bæði við framleiðslu og úr því rusli sem verður. Er þetta ekki markmið sem við getum öll sett okkur? Það þarf svo lítið til ef allir hugsa um sig og byrja strax á svona litlum hlut, að kaupa bara aðeins minni umbúðir svo það verða minni framleiðsla, afgangar, rusl og svo að lokum minni losun gróðurhúsalofttegunda.
コメント