top of page
Search

Græðgi neytandans

  • katrin729
  • May 5, 2021
  • 2 min read

Karen Björk Jóhannsdóttir


Matarsóun er eitt af stærstu vandamálum heims í dag. Einum þriðja af mat sem er framleiddur er hent í ruslið eða hann skemmist því það er enginn sem borðar hann, það er bæði sóun á matnum sem er hent og tímanum sem fór í að framleiða hann. Matarsóun hefur beina tenginu við loftslagsbreytingar því ef við minnkum matarsóun erum við að nýta auðlindirnar miklu betur.

Það sem ég geri til að leggja mitt af mörkum til minnka matarsóun er að kaupa minna af mat og reyni að nýta betur það sem ég á heima. Það skiptir líka máli að geyma matinn rétt svo hann skemmist ekki, geyma mat í ísskáp sem á að vera í ísskáp o.s.frv.

Margrét Kristmannsdóttir bjó á heimili með manninum sínum og tveimur börnum en eftir að börnin hennar fluttu út hefur matarsóun aukist heima hjá henni vegna þess að hún er svo vön að elda fyrir fjóra. Henni fannst hún alltaf þurfa að elda frekar mikið því hún var vön því og þurfti hún að venja sig á það að elda minna. (Fréttablaðið, 6. mars 2021)

Það sem við getum gert sem einstaklingar til þess að minnka matarsóun er að nýta matinn betur og kaupa minna. Þegar við förum að kaupa inn í matvöruverslunum getum við skipulagt okkur og skoðað ísskápinn og athugað hvað við eigum og verslað inn út frá því. Geyma matinn rétt svo hann skemmist ekki og nota frystinn því matur skemmist síður ef hann er geymdur í frysti. Það eru mörg fyrirtæki á Íslandi sem taka við matargjöfum frá fólki sem á umfram magn af mat sem það sér ekki fyrir sér að það sé að fara að borða. Það er mjög góð hugmynd til færa þeim matinn að minnka matarsóun. Til að minnka matarsóun verða allir að leggja sitt af mörkum og taka þátt í að reyna að minnka þetta gríðarstóra vandamál sem heimurinn stendur frammi fyrir í dag.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page