top of page
Search

Hamfarahlýnun – Fyrst er landið og sjórinn er næstur

  • katrin729
  • May 6, 2021
  • 3 min read

Ólafía Heba Matthíasdóttir


Meðalhiti jarðar hækkar en það er ekki eina leiðin sem við getum sagt að loftslagið breytist. Reyndar eru ummerki hamfarahlýnunar allt í kringum okkur. Mælingar frá öllum heimshornum bera sterkar vísbendingar um að loftslagið hafi þegar tekið að breytast. Síðustu 150 ár eða allt það frá iðnbyltingunni á seinni hluta 19. aldarinnar hefur andrúmsloftið breyst. Á hverju ári er gróðurhúsalofttegunda sæng að setjast ofan á ósonlagið og heldur hita og útfjólubláum geislum sólarinnar föstum við jörðina. Eitt af helstu einkennum hamfarahlýnunar er náttúrulega hlýnun.


Andrúmsloftið hefur áhrif á höf og haf hefur áhrif á andrúmsloftið. Þegar hitastig loftsins hækkar og geislar sólarinnar falla á jörðina, falla þeir líka á höfin og gleypa þau nokkuð af þessum hita og hlýnar. En þegar á heildina er litið eru heimshöfin hlýrri núna en nokkurn tíma á síðustu 50 árum. Breytingin er augljósust á efsta lagi sjávarins sem hefur hlýnað mjög frá 19. öldinni. Þetta efsta lag hlýnar nú við 0,2 gráður á hverjum áratug frá iðnbyltingunni. Búist er við að höfin haldi áfram að verða hlýrri - bæði á efsta laginu og á dýpi hafanna. Jafnvel þó að fólk taki sig á og hætti að menga og að dregið verður úr gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið núna, munu höf halda áfram að hlýna í mörg ár þar sem þau taka hægt og rólega í sig auka hita frá andrúmsloftinu. Hlýrri höf hafa áhrif á veðurfar, valda öflugri hitabeltisstormum og geta haft áhrif á margs konar lífríki sjávar, svo sem kóralla og fiska. Hlýrri höf eru einnig ein aðalorsök hækkandi sjávarstöðu (Halldór Björnsson, 2013).


Þegar vatn hlýnar tekur það meira pláss. Hver dropi af vatni stækkar aðeins svolítið, en þegar þú margfaldar þessa þenslu yfir allt hafdýpi, þá bætist það allt saman og fær sjávarborðið til að hækka. Sjávarborð hækkar einnig vegna þess að bráðnun jökla og ísbreiða bætir meira vatni út í höfin. Ef fólk heldur áfram að bæta gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið gæti meðalhæð sjávar um allan heim í lok þessarar aldar (árið 2099) verið allt frá 20 til 60 sentimetrum hærri en hún var árið 1990. Það er jafnvel ályktað að sjávarborðið gæti hækkað um 1,5 metrar. Sjávarhæð gæti hækkað enn meira ef stóru ísbreiðurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu bráðna hraðar. Hækkandi sjávarmál er ógn við fólk sem býr nálægt hafinu. Í sumum láglendum svæðum verður tíðara flóð og mjög lágt land gæti farið alveg á kaf. Hækkandi sjávarborð getur einnig skaðað mikilvæg vistkerfi við strendur, leirviðarskóga og kóralrif (Haraldur Ólafsson, 2002).


Eins og kom fram þá hefur hamfrahlýnun mikil áhrif á líf á jörðinni, hér var farið stutt yfir hærra hitastig, hlýnun sjávar og hækkun sjávarborðs. Í kjölfar þessara atburða sem munu gerast eigum við eftir að sjá breytingu á rigningar- og snjómynstrum, stærri þurrka, hættulegra veðurfar, sýrustig í sjónum aukast, jöklar og hafís munu hverfa og freðmýrar um allan heim hætta að verða til. Óvissa ríkir í hugum margra um hversu mikil áhrif hamfarahlýnunar mun verða en eitt er víst, allur þessi skaði sem mun fara um jörðina er af höndum manna. Það er ekki hægt að kenna neinum um nema manneskjunni. Fyrri kynslóðir hafa brugðist minni kynslóð og er byrðin á okkar öxlum og við tökum áskorunni með opnum örmum.


Heimildir:

Halldór Björnsson. (2013). Hvaða áhrif hafa loftslagsbreytingar á sjávarstöðu? Sótt af

Haraldur Ólafsson. (2002). Ef allir jöklar og bæði heimskautin mundu bráðna, hve mikið mundi

sjávarborð þá hækka? Sótt af https://www.visindavefur.is/svar.php?id=406


 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page