Hefur veganismi áhrif á loftslagsmál?
- katrin729
- May 6, 2021
- 2 min read
Karen Ósk Aradóttir
Þeir sem eru Vegan eða grænkerar neyta engra dýraafurða. Þau borða þá ekki dýrin sjálf og heldur ekki aðra afurði þeirra eins og t.d. mjólk. Það er mikil aukning í að fólk velji það að verða vegan, margir velja þennan lífsstíl til þess að leggja sitt að mörkum til þess að hjálpa við loftlagsvandamálin sem við lifum við núna.
Ef við lítum betur á það hvernig veganismi hjálpar við loftslagsmál eru margir þættir sem spila inn í sem eru ekki áberandi við fyrstu sýn. Þegar fólk hættir að borða kjöt þá minnkar það mikið útblástur gróðurhúsaloftegunda. Það sem spilar inn í þessu er meðal annars minnkun á flutningi, minnkun á landi undir ræktun fóðurs fyrir dýrin og minnkun á eyðingu skógar.
Flutningur sem fylgir vinnslu dýraafurða er afar mikill. Fóðrið fyrir dýrin er flutt á milli staða, kjötið frá dýrinu er flutt frá sláturhúsi yfir í úrvinnslustöð, þaðan er kjötið og aðrir afurðir fluttir í matvörubúðir og þá að lokum úr matvörubúðum í heima hús. Þá sjáum við að bara við flutning dýraafurða er kolefnissporið orðið afar stórt.
Fóður fyrir dýrin er háð ræktun lands. Of stór landsmassi er notaður til ræktunn þeirra, sem minnkar þá pláss fyrir aðrar auðlindir jarðarinnar. Það er mikið um það að höggva niður skóga til þess að gera land fyrir ræktun á fóðri dýra. Skógar eru mjög mikilvægir fyrir jörðinna þar sem að tré binda koltvísýring sem er ein helsta gróðurhúsalofttegundin. Það er því mikill missir að eyðileggja skóga fyrir dýraafurði.
Það er greynilegt að veganismi hjálpi mikið við loftlagsvandamálin sem við lifum við. Það ættu því allir að íhuga það að verða vegan eða að minnsta kosti minnka neyslu á dýraafurðum. Þetta er góð leið til þess að leggja sitt að mörkum við að hjálpa að vernda jörðina og lífverurnar á henni. Það getur verið erfitt að hætta eða minnka neyslu á dýraafurðum en það er alltaf hægt að byrja smátt, og lítil breyting getur haft mikil áhrif ef allir leggja sitt að mörkum.
Comments