Hrun Borgarlínurnar
- katrin729
- May 6, 2021
- 2 min read
Ísak Máni Þrastarson
Borgarlínan vill breyta ferðamátanum sem við Reykjavíkingar höfum vanist. Markmið þeirra er að bæta samgöngur í Reykjavík. Markmið þeirra er að hafa fleiri strætisvagna með meiri tíðni en er núna í dag.
Það eru nokkrar ástæður af hverju Borgarlínu verkefnið er til og það hefur mikið með að gera með mengun. Borgarlínan á að minnka mengun í Reykjavík sem öllum líkar við áður en þeir sjá kostnaðinn og lífs gæði minnka. Borgarlínan telur sig vera „hágæða almenningssamgöngukerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið“. Tíminn mun segja til hvort þetta muni reynast rétt en með öllum tímanum og kostnaðinum, þá hlakkar engum til.
Borgarlínan er óþarfi og er ekki þjóðhagslega hagkvæm vegna margra ástæðna. Borgarlínan vill smækka Reykjavík, með því að gera ferðamáta innan borgarinnar skilvirkari, og minnka mengun. Þeir vilja útrýma einkareknum bílum, fækka einbýlishúsum og lækka hámarkshraða.
Borgarstjórnin vill þétta byggð í Reykjavík, ekki stækka út úr og fjölga hverfum í Reykjavík. Það eru bara gallar og litlir sem engir kostir sem fylgja því að byggja bara í núverandi hverfum Reykjavíkur. Leiðin sem þeir fara eftir til að byggja inni Reykjavík er að eyðileggja hús og hverfi til að byggja yfir þau ný fjölbýlishús, með fáum bílastæðum. Þetta er endar á því að vera mjög dýrt verkefni og tekur mikinn tíma.
Borgarlínan er ekki þjóðhagslega hagkvæm fyrir okkur þolendurna, enda vilja ekki Reykjavíkurbúar borga fyrir Borgarlínuna. Flestir eru ánægðir með líf sitt í Reykjavík þannig það þarf ekki að fara rífa alla borgina í sundur til að búa til pláss fyrir strætó. Það á ekki að þjappa Reykjavík saman meðan við höfum allt landsvæðið í kringum okkur. Borgarlínan er langt frá því að vera þjóðhagslega hagkvæm.
Niðurstaðan er sú að það er óhagkvæmt fyrir Reykjavík að byggja strætó kerfið sem kallast Borgarlínan. Allir gallarnir vega of þungt á móti kostunum.
Comments