Hvað getum við gert til að minnka matarsóun?
- katrin729
- May 5, 2021
- 2 min read
Kamilla Gunnarsdóttir
Matarsóun er mjög algeng allstaðar í heiminum í dag. Hún er partur af risastóru vandamáli sem hinn vestræni heimur glímir við. Mikil matarsóun á sér stað á hverju heimili án þess að maður taki eftir því. Mjög margir eru ómeðvitaðir um hversu miklum mat þau henda, ef maður myndi til dæmis geyma allan mat sem að maður hednir yfir heilt ár myndi maður sjá hversu mikið þetta er sem við erum að henda. Mér finnst þurfa meiri vitundarvakningu á hversu mikilvægt það er að reyna minnka matarsóun sem mest.
Margrét Kristmansdóttir fjallar um í pistli í Fréttablaðinu ( 6. Mars, 2021) hvernig matarsóun byrjar oft mikið þegar að börn flytja af heimilinu og foreldrarnir sitja eftir, þau eru vön að elda mikið magn og þurfa allt í einu að breyta innkaupum og neyslu í mat. Oft á tíðum er erfitt þar sem fullt af mat er seldur í miklu magni. Matarsóun er rosalega algeng til dæmis í skólum og á veitingastöðum, við hendum bara restinni af matnum ef okkur langar ekki í meira, sem er fáranlegt þar sem magnið sem safnast saman er svo mikið. Við hendum fullt af mat á hverjum degi án þess að fatta það. Til dæmis hér í MS sér maður fullt af matarsóun eftir hádegið. Matarsóun er orðið svo stórt vandamál enda er talið að um þriðjungur af þeim mat sem er framleiddur endi í ruslinu og kolefnissporið sem það skilur eftir sig er gígantískt.
Til þess að reyna að leysa þetta vandamál gætu búðir til dæmis reynt að bjóða upp á matinn í minni pakkningum, allavegana á Íslandi þar sem um 50.000 heimili í landinu eru með 1-2 íbúa. Fólk getur reynt að nýta afganga betur og reyna elda mat úr því sem er til í ísskápnum. Fjölskyldan mín er t.d með einn dag í viku þar sem við eldum bara úr því sem til er í ísskápnum. Þá náum við að draga verulega úr matarsóun á okkar heimili, ef að fleiri myndu gera það myndi það breyta matarsóuninni á Íslandi.
Það er hægt að gera allskonar til þess að draga úr matarsóun, til dæmis eru hægt að skipuleggja innkaupin betur, elda rétt magn, geyma í frysti, elda úr afgöngum, skipuleggja ísskápinn og margt fleira. Heimurinn verður að reyna grípa til einhverra aðgerða til þess að draga úr matarsóun. Ef hver fjölskylda reynir að breyta og bæta eitthvað smá getur það haft mikil áhrif á heildarmyndina.
Comments