top of page
Search

Hvað getum við gert til að minnka matarsóun?

  • katrin729
  • May 5, 2021
  • 2 min read

Kolbeinn Héðinn Friðriksson


Margt þarf að gerast til þess að menn nái tökum á hamfarahlýnun en eitt helsta vandamál sem þarf að laga er matarsóun. Maturinn sem við borðum hefur verið á löngu ferðalagi áður enn hann kemst á diskinn okkar, og mat er sóað við framleiðslu og flutning matar. Við þurfum að minnka matarsóun.

Framleiðsla matvæla hefur oftast neikvæð áhrif á umhverfið. Mikill iðnaður er í kringum matvælaframleiðslu, landbúnaðurinn mengar og tekur mjög mikið pláss og þegar matur er urðaður myndast metan sem er öflug gróðurhúsalofttegund. Talið er að neytendur matar séu ábyrgir fyrir u.þ.b. helming af allri matarsóun, og því þurfum við að gera betur þegar kemur að matarinnkaupum og nýtingu matar. Um það bil 40-50% af allri matarsóun á sér stað hjá neytendum, og því þurfum við sérstaklega að skoða hvað við getum gert betur.

Um ⅔ af allri matarsóun frá heimilum verður vegna þess að matur spillist eða skemmist áður en hægt er að neyta hans. Maturinn er ekki rétt geymdur, hráefnin eru aðeins notuð að hálfu, fólk kaupir allt of mikið af mat og hann gleymist í ísskápnum.

Vegna þessarar miklu sóunar þurfum við, neytendurnir að bæta okkur í matarinnkaupum, við þurfum að passa okkur að leyfa ekki “best fyrir” dagsetningum og brögðum matvöruverslana að hafa vond áhrif á matarinnkaup okkar. “Best fyrir” dagsetningin er oft villandi og fólk sleppir að kaupa mat sem nálgast þann dag og því henda matvöruverslanir honum, þótt að það séu góðar líkur á því að allt sé í lagi með matinn. Með því að geyma matinn í frysti er hægt að nýta hann vel.

Neytendur forðast einnig oft að kaupa mat úr hillum sem eru ekki fullar, og því passa verslanir sig á því að hillur séu alltaf fullar, og þar með verða alltaf einhverjar vörur sem gleymast, aftast í hillunum. Matarvöruverslanir ættu auðvitað að hætta þessu en það einnig þurfum við að passa okkur að líta ekki framhjá hillum sem eru hálftómar.

Við þurfum að passa að undirbúa okkur fyrir matarinnkaup og skipuleggja þau til þess að koma í veg fyrir að við kaupum of mikið. Hættum að kaupa of mikið af mat og hættum að forðast mat sem lítur ekki fullkomlega út þegar hægt er að nýta hann.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Commentaires


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page