Höfum við verið að einblína á röngu hlutina allan þennan tíma?
- katrin729
- May 6, 2021
- 1 min read
Jónína Margrét Stefánsdóttir
Alla mína ævi hef ég og aðrir í kringum mig borðað fisk og hefur það alltaf verið talið heilbrigt og gott fyrir mannslíkamann. En er það svona gott og heilbrigt ef við erum að eyðileggja jörðina með því að vera neytendur fiskiðnaðarins?
Nýlega kom út mynd sem heitir Seaspiracy. Myndin fjallar um hvað fiskiðnaðurinn hefur slæm áhrif á jörðina og var myndin að varpa ljósi á afleiðingar fiskiðnaðarins.
Eins og talað er mikið um í Seaspiracy myndinni er spurningin afhverju það hefur enginn verið að tala um þetta áður, afhverju hefur þetta ekki verið tekið til umfjöllunar í öllum þessum umræðum um hlýnun jarðar sem hafa gengið á yfir árin?
Þetta er spurning sem ég átta mig ekki á. Í myndinni sjáum við hvernig fiskiðnaðurinn hefur lang mestu áhrifin á umhverfið þar sem að stærstur hluti plastsins sem er í sjónum kemur frá fiskiðnaðinum. Þá er átt við fiskinet, stóru plastkútarnir sem notaðir eru fyrir fiskinetin og helling fleira sem eru ´nauðsynjar´ við fiskveiði og iðnaðinn sem kemur frá því. Stóra spurningin er bara afhverju höfum við aldrei fengið fræðsluna um þetta og afhverju er ekki talað um þetta.
Ég persónulega hef tekið þá ákvörðun eftir áhorf mín á myndinni að ég get gert eitthvað í þessum vanda með því að hætta fiskneyslu alveg. Vissulega kostar það marga atvinnu sína en það er það þó þess virði, þar sem að atvinna er ekki að fara skipta miklu máli ef við höfum eyðilagt jörðina. Spurningin er hversu margir þora að taka þetta skref?
Comments