Loftslagsbreytingar eru ekki grín!
- katrin729
- May 6, 2021
- 3 min read
Amíra Sól Jóhannsdóttir
Jörðin er eini staðurinn sem við vitum af sem við mannfólkið getum lifað á og þau lífsskilyrði sem eru til staðar á jörðinni ekki til á neinum öðrum stað í heiminum. Einnig er jörðin á hárréttum stað, fullkomið jafnvægi milli hita og kulda. Þessi hugsunarháttur þarf að vera til staðar til þess að gera eitthvað í vandanum sem við mannkynið erum að skapa. Við erum að fara illa með jörðina og það sem við þurfum að gera okkur grein fyrir er það að það er engin plan B jörð.
Iðnbyltingin er að mörgu leyti upphaf þessa nútíma sem við þekkjum í dag.
Umbylting í samfélögum manna, sem dæmi Liverpool og Manchester í Bretlandi sem voru áður smáþorp verða risa borgir... Bruni kola, olíu og gass margfaldast með þeim afleiðingum að á 100 árum hefur hlýnað hraðar en nokkurtíman í 200 þúsund ára sögu mannkynsins.
Fyrir iðnbyltinguna gengu menn ekki á þessar byrgðir sem þeir áttu í jörðinni s.s. kol og olíu. Uppgötvanir frá byltingunni eru samt sem áður ekki bara mengandi og spillandi fyrir jörðina heldur buðu þær einnig upp á ný tækifæri. Þessi þróun hafði bara með sér aukaverkanir sem fólk var ekki endilega að hugsa um.
Helstu afleiðingar loftslagsbreytinga eru m.a. meiri öfgar í veðurfari, súrnun sjávar og dauði kóralrifja, vatnsskortur og þurrkahætta og því aukin hætta á skógareldum. Einnig er aukin hætta á flóðum vegna hækkunar sjávarborðs sem er talsvert vegna bráðnun jökla. Tap á líffræðilegum fjölbreytileika er mikil afleiðing loftslagsbreytinga og eru margar dýrategundir að deyja út í fyrsta skipti á jörðinni af mannavöldum.
Veðrið er í raun og veru það sem við sjáum gerast frá degi til dags, vöknum einn daginn við slagveðursrigningu og þann næsta að sólin skín í heiði. Við getum ekki horft út um gluggann og sagt „það er ekkert sérstaklega farið að hlýna hjá okkur, ég sé ekki vandamálið“. Þetta er miklu stærra og breiðara vandamál en það. Ef við tökum meðaltal yfir marga áratugi þá sjáum við að loftslagið er að breytast. Þau svæði sem að hafa næga úrkomu í dag eins og t.d. norðurslóðirnar, Ísland, Skandinavía þar kemur úrkoma jafnvel til með að aukast. Sumarið sem við áttum 2018 hér á Íslandi var frekar kalt og fólki fannst erfitt að skilja afhverju við áttum kalt sumar ef loftslagið er að hlýna.
Hitinn í flestum löndum Evrópu sumarið 2018 var gríðarlegur en við búumst við sífellt fleiri öfgasumrum á næstu áratugum. Síðustu fjögur ár hefur hiti á jörðinni mælst meiri en nokkru sinni frá því að mælingar hófust. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja þetta skýr merki um alvarleg áhrif loftslagsbreytinga. Lífskjör fólks eru nú þegar farin að skerðast vegna loftslagsbreytinga, vegna vaxandi veðuröfga.
Vatn er ein af þeim auðlindum sem fólk er farið að mynda árekstra vegna. Cape Town ein þróaðasta borg Afríku hefur þurft að lýsa yfir neyðarástandi vegna vatnsskorts.
Jöklar eru að hopa og landið verður grænna vegna hlýnunar sem hefur átt sér stað á síðustu áratugum og er líklega skýrasta birtingarmynd okkar af loftslagsbreytingum. Ef að hlýnar svipað og verið hefur verða þessir jöklar horfnir eftir 100 ár. Jöklarnir rýrna hratt um alla jörð með þeim afleiðingum að sjávarborð hækkar. Bráðnun jökla á norðurslóðum er að aukast mjög hratt með óskaplegum afleiðingum fyrir milljónir manna. Næstu kynslóðir munu spyrja afhverju gerðu þau ekkert hérna.
Það hafa verið sveiflur í koldíoxíði í andrúmsloftinu fyrr í sögu jarðarinnar en aldrei jafn hratt og nú og er flug mjög stór þáttur í heildarlosun gróðurhúsalofttegunda heimsins.
Meðalhiti jarðar hefur hækkað um eina gráðu frá 1850 og vegna hlýnunar sjávar geta stormar orðið margfalt öflugri. Fellibylir taka orku sína úr heitum sjó og vegna hlýnun sjávar hafa þeir meiri orku til að taka.
Stjórnvöld og almenningur átta sig ekki á því að þetta séu í raun náttúruharmfarir. Þetta byggist á hegðun einstaklinga, ef við breytum ekki okkar hegðun þá gerist ekki neitt og er mjög mikilvægt að við hugsum sem heimsborgarar en ekki bara sem Íslendingar.
Neysla er rót vandans og þess vegna þarf að taka á brennslu jarðefnaeldsneytis og draga úr flutningi á matvælum þvert yfir hálfan hnöttinn. Við þurfum í rauninni að taka allan okkar lífsstíl til endurskoðunar. Einnig hefur aukinn styrkur koldíoxíðs í lofthjúpnum vegna bruna kola, olíu og gass gríðarleg áhrif á gróðurhúsaáhrif. Helsti grunnurinn er það að menn fara að nota eldsneyti á jörðinni. Hlýnun jarðar frá iðnbyltingunni kemur heim og saman við losun manna á gróðurhúsalofttegundum og eru sönnunargögnin eru kristaltær, ÞETTA ER OKKUR AÐ KENNA.
Opmerkingen