top of page
Search

Loftslagsbreytingar eru framtíð okkar allra

  • katrin729
  • May 6, 2021
  • 2 min read

Börkur Darri Hafsteinsson


Stærsta vandamál okkar tíma eru þessar blessuðu loftslagsbreytingar, neikvæð áhrif þeirra muni hafa afleiðingar fyrir næstu kynslóðir. Síðan iðnbyltingin hófst hefur loftslagið hækkað og á seinustu 100 árum hefur meðalhitin hækkað um að meðaltali 0,7 gráður. Þess vegna er sjálfbærþróun gríðalega áhrifaríkt málefni sem allar ríkisstjórnir ættu að fara fylgja.

Fyrir þá sem ekki vita eru loftslagsbreytingar Jörðin að geisla frá sér varma og lofftegundir í lofthjúpnum grípa hitann og skjóta honum aftur niður að yfirborðinu. Loftlagsbreytingar geta breyst vegna náttúrulega þátta en á seinstu tugi ári hefur jörðin hitnað ónáttútulega mikið.

Það var bara stutt eftir byrjun 19.aldar þegar vísindamenn fóru fyrst að skoða afleiðingar allra þessa mengunar. Þeir sáu að koltvísýringurinn í loftinu var að valda hita sem geislast aftur til yfirborðsins. Á þeim tíma var ekki mikið af CO2 í lofthjúpnum en það hefur hækkað svakalega.


Í okkar vestræna heimi er mikilvægt að geta gert allt, átt allt og það er aldrei hægt að eiga of mikið. Það hefur þær afleiðingar að við mengun of mikið, við búum til orku úr kolum og olíu og sóum 33% af öllum matvælum sem er framleiddur. Það er í kringum 1,3 milljarðir tonna af mat sem er fullkomlega eðlilegur og er hægt að borða.


Einn og einn í samfélaginu eru samt að reyna bæta ástandið. Loftslagsverkföllin á föstudögum hjá ungmönnum hafa vakið athygli á öllu Íslandi. Greta thunberg er talsmaður okkar allra í loftslagsbreytingum og hún byrjaði verkfallahreyfinguna útaf loftslagsbreytingum. Allir ættu að nota samfélagsmiðlana sína eins og hún og auglýsa hvernig er hægt að stuðla að betri sjálfbærni, en því miður eru flestir á samfélagsmiðlum að sýna fylgjendum hversu miklum pening þeir þorðu að eyða í nýja peysu, eða hversu oft þeir geta farið út að borða áður en þeir detta í skuld.


Flestar þjóðir hafa samt skrifað undir Parísar-Sáttmálann sem stuðlar að því að ná heimsmarkmiðum og okkur gengur misvel í þeim. Ég tel okkur vera á stórhættulegum stað með loftslagið og lítið hægt að gera til að taka þetta til baka núna. Ef við ætlum að gefa barnabörnunum okkar framtíð þurfum við að breyta okkar eðlisfari, STRAX í dag.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Kommentarer


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page