Mannkynið á móti jörðinni
- katrin729
- May 6, 2021
- 2 min read
Andrea Rut Bjarnadóttir
Í heiminum búa um það bil 7,9 milljarða manns sem er býsna mikið, eins og staðan er í dag þá eru gróðurhúsaráhrifin mjög mikil og hnatthlýnun heldur stöðugt áfram. Mengun og sóun víðsvegar um heimin er mjög mikil og jörðin orðin að einhverskonar risastórri sorpu þar sem fólk fleygir hverju sem þeim sýnist á jörðina. Þetta er orðið það alvarlegt að það er ekki nægilega mikið pláss á jörðina fyrir allt þetta rusl þannig það er byrjað að flytja ruslið í sjóinn, eins og staðan er í dag er 10% af sjónum umlukið rusli.
Þegar orðið rusl kemur upp þá er ekki bara átt við t.d gamlar plastumbúðir eða pappír sem var ekki nýttur á hagkvæman hátt heldur eru líka fullt af fyrirtækjum í heiminum sem eiga stóran þátt í hve mikil mengun jarðar er orðin. Í heiminum eru 5,13 milljarðar manna sem eiga farsíma eins og Apple, samsung o.s.frv. Mörg af þessum stærstu símafyrirtækjum eiga það til að hægja á hugbúnaði vara sem er kannski tveggja ára gömul og því neyðast þá neytendur að kaupa sér nýjan síma. Þetta á ekki eingöngu bara við síma heldur á þetta við allar hugbúnaðarvörurur í heiminum. Allur gamall hugbúnaður fer oftar en ekki bara í ruslið fyrir utan húsið hjá fólki sem er síðan sótt af ruslabílum og fleygt á einhverskonar hauga, ef maður skyldi velta þessu aðeins fyrir sér þá gerir maður sér enga grein fyrir því hvað þetta hefur slæm áhrif á jörðina.
Í pistlinum skrifaði Sif Sigmarsdóttir um alvarleg umhverfismál og titillinn bar heitið “Tígrisdýrið í eldhúsinu”. Ég var mjög sammála því sem hún var að skrifa og fyrsta sem maður hugsar er “það þarf að vekja meiri athygli á þessu í heiminum“, en það er búið að vera gera það í mörg ár það hlustar bara enginn. Tígrisdýrið í eldhúsinu er góð líking við það hvernig mannkynið lætur við jörðina og sýnir hve mikil græðgin er í heiminum.
留言