top of page
Search

Matarsóun nútímans

  • katrin729
  • May 5, 2021
  • 2 min read

Sara Lind Guðmundsdóttir


Matarsóun er eitt stærsta vandamálið í heiminum í dag. Á ári hverju er um þriðjungi af framleiddum mat sóað en það er um 1.3 milljarður tonna á ári. Ef það væri bara tekið talan frá Norðurlöndunum þá er sóað um 3.5 milljónum tonna árlega (sjá t.d. hér). Þessi matur sem við á Vesturlöndunum getum hent auðveldlega frá okkur, hefði getað minnkað hungur hjá milljónum manna.

Það eru miklar afleiðingar vegna matarsóunar og mikið af þeim eru einhverjar sem fólk gerir sér mögulega ekki grein fyrir. Matarsóun er svo miklu meira en að henda bara mat, maturinn er líka landsvæði, þ.e. landsvæðið sem var notað til þess að rækta matinn, vatnið sem var nýtt til þess að vökva uppskeruna, áburðurinn sem var nýttur og orkan sem var nýtt til þess að flytja matinn frá einum stað til þess næsta. Talið er að um 30% af þeim mat sem er keyptur inn á heimilið endi beint í ruslinu. Með því að henda og sóa mat þá er maður einnig að henda dýrmætum auðlindum sem mega alls ekki fara til spillis.

En hvað er þá hægt að gera til þess að minka matarsóun? Það geta allir tekið eitthvað til sín þegar það kemur að matarsóun og allir geta gert eitthvað betur. Það er gott að heimili séu ekki að kaupa óþarfa og of mikinn mat þar sem hann myndi bara enda í ruslinu. Á mínu heimili, ef það er eldaður of stór skammtur af kvöldmat, þá er hann annað hvort nýttur í kvöldmat daginn eftir eða í nesti í skólann eða vinnu. Það eru margir sem gera þetta og ég mæli með því. Það er gott að þekkja magnið sem þú og þín fjölskylda þarf til þess að maður sé ekki að kaupa of mikinn mat, það sparar einnig pening.

Þegar það kemur að útrunnum vörum þá eru mörg heimili sem henda vörunni þegar dagsetningin á henni er runnin upp. Það er mikilvægt að líta á vöruna fyrst og skoða ástand hennar sjálfur og meta það hvort það þurfi virkilega að henda henni eða hvort það sé hægt að nýta hana.

Þar sem matarsóun er það stórt vandamál sem einfaldlega er ekki hægt að líta fram hjá þá er svo mikilvægt að allir leggi sitt að mörkum. Maður þarf að nýta matinn sinn, ekki kaupa of mikið og hugsa rökrétt. Þá er hægt að taka utan um þetta vandamál, þar sem margt smátt gerir eitt stórt.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page