Matarsóun og lausnir
- katrin729
- May 6, 2021
- 1 min read
Tómas Ármann Sigurðsson
Það er staðreynd að einhverntímann þurfa börn að flytja að heiman. Þetta getur verið erfitt ferli fyrir flesta foreldra og er algengt að þeim finnist húsið vera tómlegt. Margt á heimilinu breytist við þetta. Þvottur minnkar, tækifæri fyrir eigin áhugamál fjölga, matarmagn breytist við eldamensku og meira má nefna. Hvernig er hægt að koma í veg fyrir matarsóun þar sem matarmagn á heimili breytist algjörlega?
Matarsóun er stórt vandamál í nútímasamfélagi. Talið er að þriðjungur matar sem er framleiddur fari til spillis og hefur það eðlilega áhrif á náttúruna. Þetta vandamál er þó auðvelt að laga. Tel ég helsta ástæðan fyrir þessu vandamáli er að matarpakkningar séu of stórar fyrir eina til tvær manneskjur í einni máltíð, og þar að leiðandi er hent afgangi eða geymt afgang og svo á endanum hent. Ein lausn við þessu vandamáli er þegar til dæmis kjötvara er í kvöldmat og aðeins helmingur vörunnar notað er hægt að hafa næsta kvöldmat mat sem inniheldur kjöt í réttinn og þar er þá notað hinn helming. Önnur lausn er að búa til meira magn af kvöldmatnum með allri pakkningunni og hita síðan upp og borða restina næsta dag. Þetta ætti strax að bæta vandamálið gífurlega. Svo þarf bara að pæla aðeins meira og áætla vel hversu mikið hver og ein manneskja mun borða mikið. Ef þessar auðveldu tillögur eru teknar upp á hverju heimili er auðvelt að koma í veg fyrir þetta stóra vandamál.
Comments