Naglar eða ekki?
- katrin729
- May 6, 2021
- 2 min read
Dagur Margeirsson
Sjálfur hef ég nú verið með bílpróf í tæpt ár, eða síðan þann 18.maí árið 2020. Við búum á Íslandi og við ættum að vita það af reynslunni að veðrið hérna er mjög sveiflukennt og oftar en ekki er það nánast óútreiknanlegt. Maður leggst til svefns á sunnudagskvöldi og það er 2 stiga hiti og heiðskírt. Svo vaknar maður á mánudagsmorgni og það er kominn 70 sentimetra snjór og það svoleiðis kyngir niður. Ég hef fyrir löngu myndað mér skoðun á þessu nagladekkjamáli okkar Íslendinga. Það er algjörlega galið að það sé einhver gluggi þar sem þessi dekk mega vera undir bílunum okkar og þegar þessi gluggi lokar þá er maður sektaður ef þau eru ennþá undir.
Eyjan sem við búum á er ein einhverstaðar í miðju Atlantshafi og veðurfarið eftir landshlutum getur verið mjög misjafnt. Ef það er blíða í Reykjavík þá þýðir það ekki það sé blíða á Egilsstöðum. Svo í þokkabót þá erum við rétt rúmlega 350 þúsund. Samkvæmt tölum frá árinu 2017 þá voru skráð ökutæki á Íslandi 344.664 talsins. Þá eru talin öll bifhjól, bílar, fjórhjól, vélsleðar og hvort sem þau séu í einkaeigu eða tengd fyrirtækjarekstri. Ef ég tala af eigin reynslu þá var ég til að mynda allan síðasta vetur bara á góðum vetrardekkjum og það gekk mjög smurt fyrir sig. Ef ríkið og sveitarfélög myndu sjá almennilega um snjómokstur og söltun gatna yfir vetrartímann þá gæti það orðið til þess að Íslendingar myndu treysta þessum vetrardekkjum mun betur en fólk gerir í dag. Svo væri örugglega ekkert vitlaust að taka í notkun einhverja nýja uppskrift af malbiki.
Vega- og gatnakerfið hérna á Íslandi er til skammar miðað við öll önnur lönd sem ég hef komið til, og ég hef ferðast víða. Svo til að slútta þessu þá erum við (Íslendingar) bara pínu, pínulítill partur af stóra heiminum og það er bara staðreynd að við erum ekki að fara að bjarga heiminum með því að keyra bara um á rafmagnsbílum, nota ekki nagladekk, hjóla um og nota almenningssamgöngur. Alveg eins og við erum ekki að fara að bjarga heiminum með því að henda plasti og pappa í sitthvora tunnuna. Því miður.
Comments