top of page
Search

Grænir orkugjafar og framtíð orkumarkaðsins

  • katrin729
  • Apr 30, 2021
  • 2 min read

Updated: May 5, 2021

Logi Heiðar Másson


Núna eru mikil tækifæri í grænum orkugjöfum. Ríkisstjórnir hvetja áfram framleiðslu og viðskipti í kringum þá, með skattfríðindum og hækkuðum sköttum á jarðefnaeldsneyti. Það er óumflýjanlegt að orkumarkaðurinn er að færa sig í áttina að grænum orkugjöfum, og orkufyrirtæki þurfa annaðhvort að færa sig með, eða verða eftir. Dæmi um íslenskt fyrirtæki sem er að byrja að færa sig með markaðnum, er Skeljungur, sem opnaði fyrstu fjölorkustöðina og er kominn með þrjár í dag. Fjölorkustöð er sem sagt eins og hinar orkustöðvarnar þeirra, nema þar er í boði auk jarðefnaeldsneyta, vetni, metan og rafhleðslu í farartæki. Ég er á þeirri skoðun að það sé að mestu leyti verið að taka réttar ákvarðanir hingað til, að það sé ekki verið að hreint út banna jarðefnaeldsneyti heldur er verið að hækka skatta á þeim á móti því að það eru sett skattfríðindi á hreinni orku.

Fleiri hlutir eru að breytast en orkugjafar fyrir bíla. Þó við höfum ekki mikla þörf fyrir það á Íslandi, þá eru markaðir fyrir sólarorku og vindorku vaxandi út um allan heim. Hvað þýðir það? Jú, vaxandi fyrirtæki. Hvað þýðir það? Fleiri sólarsellur og vindmillur. En hvað með það? Meiri eftirspurn eftir efnum sem þarf við gerð þeirra, til dæmis silfur. Fyrirspurn eykst ekkert á silfri þó eftirspurn aukist, það er ekki hægt að bara búa til meira silfur. Sem þýðir að verðið ætti að hækka. Það gæti þýtt að framleiðsla á sólarsellum og vindmillum gæti orðið dýrari, sem er ein af fáum hindrunum í vegi þeirra núna, en enn þá tel ég að þessir orkugjafar muni ekki bara sigra, heldur sigra auðveldlega hina orkugjafana, sérstaklega vegna þess að ríkisstjórnir eru farnar eru að gefa fyrirtækjum svona margar ástæður til þess að færa sig þangað.

Olíufyrirtæki þurfa að hætta að kalla sig olíufyrirtæki og byrja á því að kalla sig orkufyrirtæki, sem mörg hafa þegar gert, eitt stórt dæmi um það er breska orkufyrirtækið BP sem er sérstaklega þekkt fyrir stóran olíuleka á einum af sínum borpöllum árið 2010. En þau hafa byrjað að kalla sig orkufyrirtæki í staðinn fyrir olíu og gasfyrirtæki. Nú er að byrja( ef það er ekki þegar byrjað) aðlögunartímabil fyrir öll orkufyrirtæki, þau geta annaðhvort tekið þátt í breytingunum á markaðnum eða verið skilin eftir af hinum. Ég get ímyndað mér það að langflest munu gera það, af því að það er einfaldlega of mikið í húfi fyrir þessa risa. Það eru næstum allir löngu búnir að gefast upp á því að berjast á móti framtíð þar sem hreinni orka ríkir, og gera sér grein fyrir því að þeir þurfa að aðlagast þeim veruleika. Þeir sem líta á þetta sem hindrun verða að hætta að líta á þetta þannig og byrja að líta á þetta sem tækifæri til að skara fram úr.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page