Plast í sjónum
- katrin729
- May 5, 2021
- 2 min read
Eva María Stefánsdóttir
Plast í sjónum er orðinn einn stærsti vandinn okkar núna í dag. 1975 var stranglega bannað að henda plasti í sjóinn en síðan var leyft að henda plastúrganginum. Sama árið var 6.4 milljón tonn af plasti í sjónum. Um 8 milljón tonn af plasti endar í sjónum nú til dags. Hvers vegna verðum við að bregðast við?
Það er mikið magn af rusli í sjónum og 60-80% af því er plast. 70% af plastinu sem er í sjónum sekkur, 15% flýtur og 15% fer í fjöruna. Fljótandi plast hefur safnast saman á 5 svæðum í hofunum. Talið er að það sé þéttast í Norður-Kyrrahafinu og að það sé á stærð við sjö sinnum Ísland eða fylkið Texas. Plastið barst þangað með hafstrauminum. Þó að við sjáum fullt af rusli á yfir borðinu er meiri hlutinn undir þar sem við sjáum ekki.
Á endanum brotnar allt plastið í sjónum niður í smáar agnir. Plastagnirnar hafa einnig verið fundnar í dýrunum eins og t.d. í fiskunum. Við endum á að borða fiskinn og fáum plastið í okkur. Þetta er nokkuð veginn hringur. Við hendum plastinu í sjóinn en fáum það aftur í bakið. Áætlað er að 99% af öllum sjáfarfuglum verði með plast í maganum sínum árið 2050. Fuglarnir eins og við borða sjávardýr sem eru með plastagnir í sér en einnig borða þeir almennt plastið. Um milljón sjávarfugla deyja af völdum plasts á hverju ári og einnig deyja meira en 100 þúsund sjávarspendýra. Plastagnir hefur líka fundist í Vatnajökli eftir að rannsókn var gerð af vísindamönnum. Plastmengun hefur rosaleg áhrif á okkur öll.
Eins og kom fram hefur þetta ekki bara áhrif á dýrin heldur líka á okkur mannfólkið. Ef það er ekki nóg að fá ákall um dauða dýranna þá erum við ekki að hlusta nógu vel. Á milli 400.000 til ein milljón fólk deyr á ári því úrganginum er ekki stjórnað vel. Við erum líka að deyja út af plasti og rusli. Við þurfum að vernda sjóinn. Plastið í sjónum skapar stóra ógn á vistkerfi sjávar og okkur mannfólkið. Sjórinn framleiðir helminginn af súrefninu og tekur mesta koltvíoxið. Við þurfum sjóinn og öll dýrin til að lifa af.
Heimildir:
International Union for Conservation of Nature. (ár ekki vitað). Issues Brief/ Marine plastics. Iucn.org. Sótt af https://www.iucn.org/resources/issues-briefs/marine-plastics
The Ocean Cleanup. (ár ekki vitað). The great pacific garbage patch. Theoceancleanup.com. Sótt af https://theoceancleanup.com/great-pacific-garbage-patch/
Landbúnaðarháskóli Íslands. (ár ekki vitað). Meira en 8 milljón tonn af plasti berst í hafið hvert ár. Plastmengun.wixsite.com. Sótt af https://plastmengun.wixsite.com/plastmengun/copy-of-oerplast-i-skolpi
Comments