Rafmagnsbílar eru besti valkosturinn.
- katrin729
- May 6, 2021
- 2 min read
Smári Þór Svansson
Rafmagnsbílar hafa verið á markaðinum um stund en komu á íslenskan markað fyrir ekki svo löngu. Þrátt fyrir að vera hagstæðari en venjulegir bílar og vistvænni eru þeir ekki að njóta vinsældanna sem þeir ættu að vera að gera.
Rafmagnsbílar koma fram við jörðina töluvert betur en bílar knúnir bensíni eða díselolíu. Ef rafmagnsbílarnir eru notaðir mikið er hægt að minnka mengunina töluvert, til dæmis bílar notaðir til að keyra í og úr vinnu eða bílar sem fyrirtæki nota til að keyra út vörur. Þá er hægt að spara mikið magn af eldsneyti bara við það að skipta út þessum bílum.
Bílasölur gætu líka stefnt á að lækkað verð á rafmagnsbílum svo það auki sölu og reynt þá að koma á móts við viðskiptavini, og það ætti líka að setja upp fleiri hleðslustöðvar á fleiri stöðum, fyrir auðveldara aðgengi.
Það væri það líka ódýrara fyrir stór fyrirtæki með sendingarþjónustu ef bílarnir eru knúnir rafmagni, þá þyrfti bara að hafa hleðslustöð við bílastæði og hægt væri þá að hlaða þegar lokað er fyrir sendingarþjónustuna eða yfir nóttina, þá þyrfti aldrei að fara út á bensínstöð að fylla á tankinn. Annar valmöguleiki er svo að vera með Hybrid-bíla, það eru bílar sem ganga fyrir bensíni og rafmagni. Rafmagnið er þá nýtt til að keyra um að lágum hraða eins og innan bæjar eða þegar stutt er smilli staða en ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að bíllinn yrði rafmagnslaus úti á landi og ekki væri hægt að fylla á hann eins og með aðeins rafknúna bíla. Þá tæki bensínið við. Þeir myndu samt lækka bensíneyðslu fyrirtækja og fara betur með jörðina og lækka kostnað sem fer í bensín hjá fyrirtækinu. Rafmagnsbílar eru góð lausn til að minnka kolefnislosun og geta verið hagstæðari til lengri tíma og eru þeir betri fyrir jörðina.
Comments