top of page
Search

Sóun á matvælum

  • katrin729
  • May 5, 2021
  • 2 min read

Sólveig Halla Hermino


Matarsóun er gríðarlega stórt vandamál í dag. Við kaupum of mikinn mat og mikið af honum endar í ruslinu. Annaðhvort klárum við hann ekki á matmálstíma og hendum honum í ruslið eða að hann rennur út og myglar inni í ísskáp eða skáp. Sumir geyma auðvitað afgangana en ef þeir eru ekki nýttir fara þeir einnig í ruslið. Þetta er bæði óumhverfisvænt vegna þess að það er ekki endalaust af auðlindum í heiminum, og hreinlega virðingarlaust gagnvart fólki og börnum sem líða af matarskorti.


Fullt af fólki í heiminum fær ekki þá nauðsynlega næringu sem það þarf og verður veikt eða deyr. Á meðan hendum við á vesturlöndunum mat eins og ekkert sé. Manneskja sem er náin mér ólst upp í fátækt í Brasilíu og þurfti oft að veiða fisk til að fjölskyldan fengi að borða. Sú manneskja klárar alltaf matinn sinn og oftast líka matinn hjá öðrum ef þau klára hann ekki. Það sést vel munur á hvernig hann nýtir mat miðað við fólkið hér á vesturlöndum.


Seinasti söludagur á vörum er oft misskilinn. Margir telja að varan sé útrunnin og ónýt, sem er stórt vandamál. Fólk nýtir ekki vörurnar og henda þeim þótt að það sé ekki neitt að þeim. Auðvitað eru sumir hlutir sem endast ekki eins lengi og aðrir, eins og mjólkurvörur en þær endast oftast í nokkra daga eftir seinasta söludag.


Pakningar eru einnig skaðlegar fyrir umhverfið, eins og plast umbúðir. Það er of mikið af rusli í heiminum í dag, bæði í náttúrinni og í sjónum. Ef fólk kaupir of mikin mat verður hennt fleiri umbúðum og einnig framleitt fleiri sem aukir vandamálið. Matarsóun tengist í raun mörg umhverfismál sem þarf að bæta í heiminum.


Lausnin við þessu væri einfaldlega að fara frekar oftar í búð og kaupa minna í hvert skipti, eða að fá sér fleiri umferðir af matnum frekar en að fá sér of mikið og henda afgangnum. Vesturlandabúar þurfa að gera sér grein fyrir hvað þau eru heppin að geta fengið morgunmat, hádegismat og kvöldmat á hverjum degi allt árið, því það eru ótrúlega margir sem hafa ekki þau forréttindi. Allir ættu að gera sitt til að bæta þetta því það er ekki sérstaklega erfitt.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page