top of page
Search

Umhverfismál er okkar mál. Þetta hefur COVID-19 gert…

  • katrin729
  • May 6, 2022
  • 3 min read

Katrín Hörn Daníelsdóttir (2022).


Umhverfismál eru mikilvægur hluti í okkar daglega lífi. Íslendingar flokka úrgang á hverjum degi og umræðan um loftslagsmál er á allra vörum. Í þessu samhengi má nefna að nýlega komu lög í verslanir um plastpoka. Ég vinn í Bónus og veit að þetta var mikið vesen að framfylgja plastpokabanninu en núna tekur fólk því vel. Búast má við að lagasetning verði meiri á næstu árum í þágu náttúrunnar og umhverfismála. Það er vinsælt að fólk deili með hvert öðru hugmyndum að umhverfisvænna lífi. Margir hópar hafa myndast á Facebook þar sem fólk getur komið með hugmyndir og spurt spurninga um efnið tengt umhverfisvænu lífi. Þarna koma fram leiðbeiningar á flokkun úrgangs sem liggur ekki alltaf beint við. Einnig eru þar tillögur um hvernig er hægt að pakka inn gjöfum á umhverfisvænan hátt og hvernig eigi að hekla bómullarskífur í stað einnota bómullarskífa svo eitthvað sé nefnt.

En í byrjun árs 2020 skall á heimsfaraldur af völdum veiru sem kallast COVID-19.

Öll almenn umræða fór í að berjast við þessa veiru. Þessi umræða setti umræðuna um loftlagsmál, hlýnun jarðar og mörg umhverfismál í skugga. Umræðan um Parísarsáttmálann var sett í bið. Rusl út um allt, grímur og plasthanskar. Fólk missti vinnuna sína og áhrifin af veirunni voru allsstaðar, á skólakerfið, heilbrigðiskerfið og ferðaþjónustuna.

Umhverfismál varða alla á plánetunni Jörð. Á heimasíðu Landverndar er mikið af fróðleik tengt umhverfisverndarmálum. Ekki eru einungis Íslendingar að spá í þessum málum. Loftslagsmál eru mjög mikilvæg. Það eru lofttegundir sem kallaðar eru gróðurhúsa loftegundir sem valda því að hægt er að búa á jörðinni. Þessar lofttegundir drekka í sig hita og gera jörðina heita. Svipað því sem gerist í gróðurhúsi. Það má líkja þessu við að þessar lofttegundir setji jörðina í lopapeysu. En mengun frá athöfnum fólks hefur orðið til þess að þessi hlýnun verður allt of mikil. Kallað hamfarahlýnun. Þetta hefur áhrif á hafís, jöklar bráðna, sjávarborð hækkar og gróður og dýr þurfa að aðlagast breyttum svæðum. Heimshöfin súrna. Það þarf að auka umhverfisvernd. Heimsfaraldurinn varð til þess að fólk ýtti til hliðar umræðunni um umhverfismálin. Hvert sem farið var þurfti að nota grímur og hanska. Nú þurfa þeir sem ráða í löndunum að fara að tala saman til að vinna aftur að loftlagsmálum og ná upp vitund og vilja okkar íbúanna í löndunum að hugsa um umhverfið okkar og vernda það fyrir fólkið sem kemur í framtíðinni. Börnin okkar og afkomendurnir okkar.


Parísarsamkomulagið var gert fyrir meira en sex árum það er lagalega bindandi samkomulag á vegum loftslagsamnings Sameinu þjóðanna. Þar er ákveðið að öll ríki skuli bregðast við að draga markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda og finna leiðir til þess að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga. Einnig er staðfest í samkomulaginu að ríki heims skuli tryggja fármagn til umhverfisvænni lausna og aðstoðar við ríki sem verða verst úti við loftslagbreytinga. Heimsfaraldurinn hefur gert þetta erfiðara.


Efnahagsáhrif veirunnar eru líka erfitt úrlausnarefni. Margir bera aðstæðum saman við hrunið sem átti sér stað 2008, en víða er slegið upp að efnahagsáfallið nú gæti verið mun verra en það var árið 2008. Margir seðlabankar hafa lækkað vexti til þess að bregðast við mögulegum áhrifum veirunnar. En vaxtalækkun dregur ekki frá smithraða heldur þurfa ríkistjórnir að grípa til sinna ráða og tryggja það að veirupróf séu til. Vandinn liggur á tveimur hliðum, þar að segja virðiskeðjum og hegðun fólks. Áhrifin á ferðaþjónustuna eru mjög alvarleg þar sem flugbókanir eru í lágmarki á heimsvísu og það hefur áhrif á ferðamanna bransann. Mörg ferðamannafyrirtæki hafa farið í þrot og reiknað er með fleirum. Það þarf að kveða þessa veiru niður án þess að eyðileggja hagkerfið. Þegar heimsfaraldrinum er lokið þarf að setja allt á fulla ferð áfram til að vinna tilbaka og halda áfram með umhverfisverndina.


Það er frekar auðvelt að flokka rusl en það þarf bara miklu meira. Allir geta flokkað rusl en er fólk til í að hætta að fljúga til útlanda í frí? það er mikilvægt að huga að því hvernig hægt er að minnka mengun frá stóriðju. Álframleiðsla er mikilvæg t.d. til að gera létta bíla, gosdósir, potta, pönnur. En framleiðsla á áli felur líka í sér framleiðslu á vopnum sem notuð eru í stríði. Viljum við á Íslandi taka þátt í svoleiðis? Mér finnst ekki þó að við græðum kannski einhverja peninga á því í augnablikinu. Mengun felur í sér breytt vistkerfi. Dýrategundum fækkar eða komast í útrýmingarhættu vegna ágangs mannsins.


MS er orðinn að grænfánaskóla! Það að grænfáninn blakti við skólann minnir nemendur, kennara og starfsfólk á það sem verið er að gera í umhverfismálum og hvað við ætlum að gera. Það er bara til ein jörð tökum höndum saman og hugsum vel um hana.






 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Commentaires


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page