Venjum okkur af matarsóun
- katrin729
- May 5, 2021
- 2 min read
Karen Guðmundsdóttir
Matarsóun er stórt vandamál á mörgum stöðum í heiminum eins og fram kemur í pistli Margrétar Kristmannsdóttur, Eldamennska og afgangar.(Fréttablaðið, 21 mars 2021.) Við hendum skammarlega miklum mat á hverju ári en talan nær yfir einn milljarða tonna af mat á hverju ári yfir allan heiminn. Það er rúmur þriðjungur matar sem er framleiddur. Margrét talar um hversu erfitt það var fyrir hana og manninn hennar að breyta venjum í eldamennskunni eftir að börnin þeirra fluttu að heiman. Að þurfa allt í einu að elda fyrir tvo. Auðvitað getur verið erfitt að af venjast hlutum en það er það sem við þurfum virkileg að fara gera hvað varðar matarsóun. Við höfum vanið okkur alltof mikið á að kaupa og henda alltof miklum mat.
Matarsóun hefur virkilega slæm áhrif á umhverfið og einnig á samfélagið þar sem það er annað fólk sem gæti nýtt sér þann mat sem er hent í ruslið. Þetta er einnig mikil sóun á fjármunum þar sem oftar en ekki kaupir fólk miklu meiri mat en það þarf á að halda sem á endanum fer svo í ruslið. Þar að leiðandi myndi það gera gott fyrir umhverfið, samfélagið og við myndum græða fjárhagslega með því að taka okkur á í þessum málum.
Margrét talar um að henni finnist ekki nógu mikið fjölbreyti í stærðum eða magni af mat og líkir því við að fatnaður sé til í öllum stærðum en ekki matvæli. Það er mikið til í þessu, oftar en ekki er bara hægt að kaupa magn sem er allt of mikið fyrir bara tvo. Hún segir að það endi svo bara í frystinum og gleymist þar. Ég held að flestir geti tengt við þetta vandamál, og ég er sjálf sek um það að maturinn gleymist í frystinum og endar svo í ruslinu á endanum.
En ef við hugsum þetta út frá stærri fjölskyldum þá gæti hver og ein til dæmis tileinkar sér ákveðin markmið. Bara það að skipuleggja innkaupin myndi draga mikið úr vandamálinu. Hægt er að skipuleggja þau þannig að þú kaupir kannski meira af hrísgrjónum með kjúklingnum og notar svo afganginn í grjónagraut daginn eftir. Þar er að segja reyna nýta afgangana í næstu máltíðir. Svo getum við reglulega skoðað skápana hjá okkur og reynt að finna hvað við getum eldað út úr því sem þar leynist áður en það rennur úr. Einnig eru litlir hlutir eins og að geyma matinn á réttum stað og hafa ísskápinn rétt stilltan hlutir sem hjálpa matnum að endast lengur. Við eigum að vera meira meðvituð um þetta og reyna öll sem eitt að taka okkur á hvað varðar sóun á mat.
Comentarios