top of page
Search

Á ég að gera það?

  • katrin729
  • May 6, 2021
  • 2 min read

Þorsteinn Tjörvi Sigurðsson


Það sem ég skil ekki við loftslagsvandamál er allt og ekkert. Það er lítil kennsla um þetta málefni og ég veit ekkert hvað þetta þýðir. Hvernig á ég að jafna út kolefnisspor mín ef ég veit ekki hvað það þýðir? Stjórnendur í skólum og á vinnustöðum setja á laggirnar flokkakerfi fyrir rusl sem ég skil ekki. Ef skyrdollan mín er skítug, fer hún í plast eða almennt? En ef hún er með einn lítinn blett á hliðinni, fer hún þá í plast? Svörin við þessum spurningum vita voða fáir og sérstaklega ekki ég.


Í mörg ár hefur maður heyrt stanslaust af því að heimurinn sé að versna, að allt sé mengandi og að við erum að eyðileggja jörðina á mettíma. Ef að sannleikurinn er sá að við venjulega fólkið getum hjálpað við ástandið, af hverju í andskotanum fáum við þá ekki almennilega kennslu um þetta? Samkvæmt America.org eru Bandaríkjamenn einstaklega lélegir í að flokka og er einfaldlega sagt að þeir kunni og nenni ekki að flokka. En hvernig áttum við allt í einu að kunna að flokka? Þetta er ekki eitthvað sem við fæðumst með. Eitt og eitt kennslumyndband sem maður horfir með öðru auganu hjálpar ekki neinum við að vera umhverfisvænni. Allir þurfa að fá almennilega kennslu um loftslagsbreytingar svo við getum farið að laga vandamálið.


Mér líður eins og við séum að fara í hringi hérna. Fólk á þingi er örugglega ósammála um hvernig eigi að fara með þessi mál og Miðflokksmenn eins og Sigmundur Davíð trúa varla á þetta. Hann kallaði umræðuna um loftslagsmál ,,ímyndunarstjórnmál“ árið 2019 og þú getur bókað að sá hugsunarháttur hefur eigi breyst. Mig langar að hjálpa til en það þarf einhver að kenna mér fyrst svo ég get kennt öðrum og koll af kolli. Þetta er alls ekki flókið en við Íslendingar erum meistarar í að gera allt flókið. Leggjum allt púður í þetta. Viljum við í alvörunni ekki bjarga jörðinni? Ætlum við ekkert að reyna að laga þetta í staðinn fyrir að benda á aðra? Því baráttan við loftslagsbreytingar er bara einn stór brandari.

 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comentarios


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page