Áhrif eldgosa á loftlagsbreytingar
- katrin729
- May 7, 2021
- 2 min read
Arna Mist Helgadóttir
Eldgos hafa verið með okkur alla tíð, en margir vita kannski ekki að þau hafa mjög mikil áhrif á veðrið og loftlagsbreytingar. Þau hafa þó bara áhrif á veðrið í skemmri tíma en til þess þurfa þau að vera vel staðsett eða mjög stór. Eins og flestir vita þá gýs um þessar mundir eldgos í Fagradalsfjalli, en það er einmitt vel staðsett og það er mjög stórt. Einnig er Fagradalsfjall sprengigos og samkvæmt Vísindavefnum dreifa þau miklu magni tiltölulega grófra gosefna í veðrahvolfið en falla svo fljótt út. Næst gosstað getur þetta haft skammtímaáhrif á dægursveiflu hita og jafnvel úrkomu og eins og kannski margir tóku eftir, þá var mikil snjókoma dagana sem gosið var að byrja.
Margir velta því fyrir sér hvort eldgosið hafi einhver áhrif á loftslagið og hvort það mengi andrúmsloftið, en það gerir það alveg, en hefur þó ekki jafn mikil áhrif á loftslagið eins og bensínmengun eða plastmengun, sem eru af mannavöldum. Á hverju ári losar mannkynið að meðaltali 80-300 sinnum meira af gróðurhúsalofttegundum en öll eldfjöll samanlagt, en þau geta vissulega valdið þeim til skamms tíma en þá verður frekar kaldara heldur en hlýrra. Samkvæmt jarðvísindastofnun Bandaríkjanna áætla þeir að á hverju ári losni að meðaltali á bilinu 0,13-0,44 af koldíoxíðígildum frá öllum eldfjöllum í heiminum en þegar koltvíoxíði losnar úr eldfjöllum þá hlýnar.
Hins vegar þurfum að hafa áhyggjur af menguninni, en það er vegna þess að það eru margskonar loftmengunarefni sem geta losnað út í andrúmsloftið og mengað vatnið, rigninguna og andrúmsloftið. Mengun hefur líka neikvæð áhrif á grasbíta en eins og t.d. í öskunni frá Heklu var alltof mikið af flúori. Samkvæmt Vísindavefnum er flúor frumefni sem er yfirleitt bundið í steinefnum og er það rafdrægasta frumefnið, þ.e. það tekur gjarnan til sín rafeind í efnahvörfum og myndar stöðug sambönd sem flúoríð, til dæmis natríumflúoríð NaF, sem almenningur þekkir sem bætiefni í tannkremi. Flúoríðið veldur umbreytingu á kalkfosfati í tönnum yfir í flúorapatít sem er mun sterkara efni gagnvart sýklasúrum úrgangsefnum.
Við vitum það að þó að losun CO2 frá eldgosum væri miklu meiri en hún gerir í raun, þá myndi hún aldrei skipta neinu máli í umræðunni um loftslagið og við vitum að allir þessir samningar eins og t.d. Parísarsamningurinn snúast aðeins um loftlagsbreytingar að mannavöldum. Við þurfum þess vegna ekki að pæla mikið í loftlagsbreytingum af náttúruvöldum, heldur þurfum við að pæla í loftlagsmálum tengd mannavöldum því að það eru einu vandamálum sem við sem heild getum breytt og þurfum að breyta því að bráðlega verður ekki hægt að breyta þeim.
Comments