top of page
Search

Áhrif fjöldaframleiðslu fatnaðar á umhverfið og eigið kolefnisfótspor

  • katrin729
  • May 6, 2021
  • 3 min read

Myrra Magdalena Kjartansdóttir


Víða um heim stendur tískuiðnaðurinn frammi fyrir vaxandi mengun á umhverfi okkar. Þrátt fyrir fjölda rannsókna og sannana um umhverfisáhrif iðnaðsins, heldur hann þó sínum sessi og heldur enn áfram að vaxa. Ábyrgðin liggur ekki aðeins að sívaxandi fjöldaframleiðslu fatnaðar sem reiðir sig á ódýra framleiðslu, heldur einnig í höndum neytenda. Þar sem að fatnaður hjá fjölda fyrirtækja er verulega ódýr, merkir það einnig að gæði flíkana eru léleg, sem leiðir til skammtíma notkunar fatnaðarins og enn meiri mengunar. Við höfum flest öll heyrt af þessari fjöldaframleiðslu fatnaðar, sem flestir þekkja sem fast fashion, en fáir vita hvað það er sem hefur þessi slæmu áhrif á jörðina okkar. Það er margt sem felst í slíkri fjöldaframleiðslu, þar má m.a. nefna; vatnsnotkun, sem eru um 79 milljarðar lítra árlega, koltvísýringslosun og textílúrgang, sem eru um 92 milljónir tonna á ári. (Niinimäki o.fl., 2020 ) En þessi úrgangur hefur ekki aðeins skaðleg áhrif á umhverfið, heldur einnig neytendur og verkafólk þeirra sem vinna í verksmiðjunum, sama á við um þau efni sem nýtt eru í framleiðsluna.


Margar af vinsælustu tískuverslunum heims falla undir þessa skilgreiningu á fast fashion, m.a. má nefna Zara, H&M, Topshop, Primark o.s.frv. Eins og kom fram hér að ofan, þá kemur verulegur úrgangur frá þessum flíkum, en hvert fer hann? Úrgangurinn er m.a. brenndur, sendur til þróunarlanda eða urðaður. Þar sem tískuvörumerki framleiða nú næstum tvöfalt meira af fatnaði í dag samanborið við fyrir árið 2000, hefur úrgangur aukist verulega og meira en 500 milljörðum bandarískra dala sóað á ári vegna vannýtingar og skorts á endurvinnslu. (Jennifer Darmo, 2020) Flest umhverfisáhrif eiga sér stað í löndum textílframleiðslu og fataframleiðslu, m.a. má nefna Spán, Hong Kong, Tyrkland, Indland, Vietnam o.s.frv., en textílúrgang er að finna á heimsvísu. (Fibre2Fashion, 2020)


Margir neytendur tísku af þessu tagi eru ungmenni, þar sem að netverslanir eru verulega aðgengilegar og þar með ódýrar. Það eru fjölmargar netverslanir sem eru vinsælar meðal ungmenna, þar með; SHEIN, Fashion Nova, Pretty Little Thing o.s.frv. Allar þessar síður selja fjöldaframleidda tísku. Þetta er þó ekki eina sem hefur áhrif, heldur eru fjölmargar þessara verslanna með fólk í vinnu sem fær lítið sem ekkert borgað. Flestar þeirra eru staðsettar í Kína, Bandaríkjunum eða Hong Kong, sem gerir það að verkum að fatnaður þeirra er sendur til neytenda með flugi, sem mengar verulega, sérstaklega núna á tímum covid, þar sem fjölmargir hafa nýtt sér netverslanir. Þó eru fjölmörg fyrirtæki sem hafa þá stefnu að nýta sem mest af sínu efni og menga sem minnst, þessi fyrirtæki hafa verulega sterka umhverfisstefnu, en þó er einn galli, fötin þeirra kosta verulega mikið og eru þau flest hátísku merki, líkt og Louis Vuitton, sem hefur þó aðgengilega umhverfisstenfu og margar leiðir til að koma í veg fyrir mengun, þrælkun o.s.frv. Vörumerkið sendir t.d. ekki fötin sín með flugi til neytenda, heldur þurfa neytendur að kaupa þessar vörur í búðum þeirra. (Sustainabilty, 2020)


En hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir slíka tískuvæðingu og mengun á loftslagi vegna hennar? Það er hægt að kaupa minna af fötum og nota þau sem þú átt eins lengi og hægt er, eða gefa þau þegar þau passa ekki lengur. Maður ætti að kaupa föt sem innihalda gæði og fara ekki úr tísku samstundis, enda er það eitthvað sem fjöldaframleidd tíska inniheldur ekki, og hafa fötin þeirra ekki mikinn líftíma. Einnig gætir þú keypt föt frá umhverfisvænum fyrirtækjum, eða farið á fatamarkaði sem selja notuð föt, enda hefur komið í ljós að gömul tíska kemur oftast aftur. Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú ákveður að henda fötunum þínum, þau gætu verið nothæf fyrir einhvern annan. (How can we reduce our Fashion Environmental Impact?, 2020)


Fjölmargar leiðir eru til, til þess að verða umhverfisvænni, og það að stöðva neyslu fjöldaframleiddrar tísku ein mjög auðveld leið til að minnka kolefnissporið sitt. Í kjölfar þess að stöðva slíka neyslu, sparar þú pening, eignast föt sem innihalda gæði, styður ekki þrælkun og verður umhverfisvænni.


Heimildir:

Jennifer Darmo, (27. júlí 2020), 20 Hard Facts and Statistics About Fast Fashion. Good on you. Sótt 27. apríl 2020 af: https://goodonyou.eco/fast-fashion-facts/

Fibre2Fashion, (2019), Top 10 Exporting Countries of Textile and Apparel Industry, Fibre2Fashion. Sótt 29. apríl 2020 af: https://www.fibre2fashion.com/industry-article/8471/top-10-exporting-countries-of-te xtile-and-apparel-industry

Kirsi Niinimäki, Greg Peters, Helena Dahlbo, Patsy Perry, Timo Rissanen & Alison Gwilt, (7. apríl 2020), The environmental price of fast fashion. Nature Reviews Earth & Environment (1), 189-200. Sótt 29. apríl 2020 af: https://www.nature.com/articles/s43017-020-0039-9

How can we reduce our Fashion Environmental Impact? (e.d.), Sustain your style. Sótt 29. apríl 2020 af: https://www.sustainyourstyle.org/en/reducing-our-impact

Sourcing Responsibly, (14. september 2020). Louis Vuitton. Sótt 29. apríl 2020 af: https://eu.louisvuitton.com/eng-e1/magazine/sustainability


 
 
 

Recent Posts

See All
Lesist síðar

Höfundur: Svandís Salómonsdóttir (2022). Það hefur ekki farið framhjá neinum að nú er umhverfisvika í MS og þá er vert að velta fyrir sér...

 
 
 
Er keypt of mikið inn á heimilin?

Anastasía Þórðardóttir (2022). Ég las grein í dag eftir Ástu Sigríði Fjeldsted um matarsóun sem að vakti minn áhuga að fjalla um...

 
 
 

Comments


Post: Blog2_Post
  • Facebook
  • Twitter
  • LinkedIn

©2021 by Umhverfisvika í MS. Proudly created with Wix.com

bottom of page