Þegar þú hendir mat ertu að henda auðlindum.
- katrin729
- May 5, 2021
- 2 min read
Birta Lind Ragnarsdóttir
Á mínu heimili kemur of oft fyrir að afgangarnir frá kvöldinu fyrir fara í ruslið. Við reynum okkar allra besta að koma í veg fyrir það, en eins og við þekkjum líklegast öll gleymast afgangarnir og skemmast. Margrét Kristmannsdóttir bendir á í pistli sem hún skrifaði í fréttablaðið að matarsóun er risavaxið vandamál í heiminum í dag. Þar kemur einnig fram að um þriðjungur af þeim mat sem framleiddur er endi í ruslinu og veldur þetta gífurlegu kolefnisspori. Þessar tölur eru töluvert hærri en ég bjóst við og myndi ég halda að þú sért sammála því.
Matarsóun er það þegar að við hendum þeim mat sem er úreltur í ruslið. Þið haldið líklegast að lífrænn matur hafi engin áhrif, ykkur skjátlast. Allir matur hefur áhrif. En hvaða áhrif hefur það? Við erum að sóa auðlindum okkur, það fer gríðarleg orka í það að búa til matinn, það eru einstaklingar sem leggja orku og vinnu í það að rækta og gera matinn. Svo er komið að því að flytja matinn á milli svæða og jafnvel landa. Það er einnig mikið í umræðunni í dag að regnskógar séu að skemmast, hvers vegna ætli það sé? Jú vegna þess að við erum að skemma regnskógana til að útbúa akra til að rækta meiri mat. Við þurfum að hugsa um samhengið við erum ekki aðeins að kaupa matinn sem okkur langar að borða í kvöld.
Hvað getum við gert til þess að fyrirbyggja matarsóun? Eins og fram kemur í pistlinum þá forpakka matvælaframleiðendur matinn og miða þeir skammtastærðina við einhverjar vísitölufjölskyldur. Ég sé ekki fram á að það væri mikið mál að taka á því. Hægt væri að forpakka matnum einnig í minna magni og gæti þá fólk keypt það magn sem hentar hverjum og einum. Það myndi strax koma í veg fyrir gríðarlega sóun, afgangarnir yrðu minni eða jafnvel engir og færi því minni matur í ruslið. Við verðum einnig að vinna í þessu sem heild, það er ekki nóg ef aðeins önnur hver fjölskylda tekur sig á heldur þurfum við öll að taka þátt! Matarsóun er vandamál sem er nauðsynlegt að taka á, öll sem eitt!
Commentaires